Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
5. apríl 2019

    Hug­mynda­söfn­un fór fram ný­ver­ið. Alls bár­ust 113 til­lög­ur að verk­efn­um í hug­mynda­söfn­un­inni. Hug­mynd­irn­ar eru af öll­um mögu­leg­um og ómögu­leg­um toga.

    Hug­mynda­söfn­un fór fram ný­ver­ið. Alls bár­ust 113 til­lög­ur að verk­efn­um í hug­mynda­söfn­un­inni. Hug­mynd­irn­ar eru af öll­um mögu­leg­um og ómögu­leg­um toga. Finna má hug­mynd­ir af ærslabelgj­um, göngu­leið­um, merk­ing­um, hjóla­braut­um, leik­völl­um, leik­tækj­um, körfu­bolta­völl­um, gos­brunn­um, grill­hús­um, snjallpálma­trjám og þann­ig mætti lengi telja.

    Næstu vik­urn­ar verða hug­mynd­ir metn­ar af sér­fræð­ing­um á um­hverf­is­sviði Mos­fells­bæj­ar, lagt mat á kostn­að við hönn­un og fram­kvæmd. Afrakst­ur þeirra vinnu verð­ur fram­setn­ing á hug­mynd­um sem fara í kosn­ingu með­al íbúa Mos­fells­bæj­ar. Þær hug­mynd­ir verða kynnt­ar ræki­lega þeg­ar að kosn­ingu kem­ur.

    Ra­fræn kosn­ing um verk­efni til fram­kvæmda fer fram dag­ana 17.– 28. maí næst­kom­andi. Þarf geta all­ir íbú­ar Mos­fells­bæj­ar 15 ára og eldri tek­ið þátt.

    Hlut­verk íbúa verð­ur að kjósa um þær hug­mynd­ir sem þeir vilja fá til fram­kvæmda. Hver íbúi get­ur val­ið mörg verk­efni fyr­ir allt að 35 millj­ón­ir króna og for­gangsr­aða þeim. Nið­ur­staða kosn­inga mun síð­an ráða hvaða til­lög­ur koma til fram­kvæmda. Fram­kvæmda­tími verk­efna verð­ur frá júní 2019 til októ­ber 2020.

    Hægt er að skoða all­ar hug­mynd­irn­ar sem komu fram á hug­mynda­vef Okk­ar Mosó. Hægt er að koma með rök með á móti, velja sín­ar upp­á­halds hug­mynd­ir og velta vöng­um yfir verk­efn­un­um. Tek­ið verð­ur til­lit til um­ræðu og fjölda þeirra sem lík­ar við hverja hug­mynd í mati hug­mynda.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00