Hugmyndasöfnunin Okkar Mosó er komin vel af stað og nú þegar komnar 30 flottar hugmyndir.
Hugmyndir geta varðað leik- og afþreyingarsvæði íbúa, vistvænar samgöngur, bætta lýðheilsu eða umhverfið almennt.
Verkefnið er samráðsverkefni íbúa og bæjarins um forgangsröðun og úthlutun fjármagns til smærri nýframkvæmda- og viðhaldsverkefna í Mosfellsbæ. Gert er ráð fyrir að 25 milljónum króna verði varið í að framkvæma þær hugmyndir sem fá brautargengi.
Verkefnið í heild er í fjórum fösum:
- Hugmyndasöfnun.
- Umræða um hugmyndir og úrvinnsla.
- Kosningar.
- Framkvæmd.
Kynningarfundur verður á bókasafninu þriðjudaginn 7. febrúar klukkan 17:00.
Tengt efni
Vinna við nýja körfuboltavelli á áætlun
Uppákomur í jólagarðinum næstu sunnudaga
Jólagarðurinn við Hlégarð hefur slegið í gegn á aðventunni. Verkefnið var kosið í Okkar Mosó 2021.
Ljósin í jólagarðinum við Hlégarð tendruð
„Jólaskreyttur garður á Hlégarðstúni þar sem fólk gerir sér ferð til að heimsækja staðinn og eiga góðar stundir“.