Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Hald­ið er upp á 30 ára af­mæli Mos­fells­bæj­ar um þess­ar mund­ir.

Af því til­efni hef­ur bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar sam­þykkt að fram­veg­is standi íbú­um Mos­fells­bæj­ar til boða ókeyp­is bóka­safnskort. Mark­mið­ið er að hvetja til lest­urs og minna á bók­mennta­arf Mos­fells­bæj­ar. Í bæn­um er öfl­ugt og vel sótt bóka­safn sem þjón­ar bæj­ar­bú­um og hef­ur þró­ast með bæn­um í gegn­um tíð­ina. Saga Bóka­safns Mos­fells­bæj­ar nær aft­ur til árs­ins 1890 með stofn­un Lestr­ar­fé­lags Lága­fells­sókn­ar og er saga þess samofin þró­un byggð­ar í Mos­fells­bæ.

Þetta var til­kynnt á há­tíð­ar­dagskrá í Hlé­garði af­mæl­is­dag­inn 9. ág­úst. Har­ald­ur Sverris­son bæj­ar­stjóri kynnti auk þessa nýj­ar stefnu­áhersl­ur og fram­tíð­ar­sýn fyr­ir starf­semi Mos­fells­bæj­ar. Hún verð­ur kynnt nán­ar fyr­ir íbú­um á næst­unni.

Bæj­ar­full­trú­ar kynntu einn­ig að ráð­ist verði í hönn­un­ar­sam­keppni vegna merk­inga við bæj­ar­mörk Mos­fells­bæj­ar og keypt leik­tæki í Æv­in­týra­garð­inn sem er stað­sett­ur í Ull­ar­nes­brekk­um. Garð­ur­inn hef­ur ver­ið í upp­bygg­ingu síð­ustu 10 ár og var ein­mitt af­mæl­is­gjöf til bæj­ar­ins á tutt­ugu ára af­mæli hans. Í Æv­in­týra­garð­in­um er hunda­gerði, fris­bí­golf­völl­ur, bekk­ir og stíg­ar og leik­tæki fyr­ir börn.

Dag­ana 9. til 27. ág­úst verð­ur boð­ið upp á skemmti­dagskrá í Mos­fells­bæ sem lýk­ur með bæj­ar­há­tíð­inni Í tún­inu heima helg­ina 25. – 27. ág­úst.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00