Haldið er upp á 30 ára afmæli Mosfellsbæjar um þessar mundir.
Af því tilefni hefur bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkt að framvegis standi íbúum Mosfellsbæjar til boða ókeypis bókasafnskort. Markmiðið er að hvetja til lesturs og minna á bókmenntaarf Mosfellsbæjar. Í bænum er öflugt og vel sótt bókasafn sem þjónar bæjarbúum og hefur þróast með bænum í gegnum tíðina. Saga Bókasafns Mosfellsbæjar nær aftur til ársins 1890 með stofnun Lestrarfélags Lágafellssóknar og er saga þess samofin þróun byggðar í Mosfellsbæ.
Þetta var tilkynnt á hátíðardagskrá í Hlégarði afmælisdaginn 9. ágúst. Haraldur Sverrisson bæjarstjóri kynnti auk þessa nýjar stefnuáherslur og framtíðarsýn fyrir starfsemi Mosfellsbæjar. Hún verður kynnt nánar fyrir íbúum á næstunni.
Bæjarfulltrúar kynntu einnig að ráðist verði í hönnunarsamkeppni vegna merkinga við bæjarmörk Mosfellsbæjar og keypt leiktæki í Ævintýragarðinn sem er staðsettur í Ullarnesbrekkum. Garðurinn hefur verið í uppbyggingu síðustu 10 ár og var einmitt afmælisgjöf til bæjarins á tuttugu ára afmæli hans. Í Ævintýragarðinum er hundagerði, frisbígolfvöllur, bekkir og stígar og leiktæki fyrir börn.
Dagana 9. til 27. ágúst verður boðið upp á skemmtidagskrá í Mosfellsbæ sem lýkur með bæjarhátíðinni Í túninu heima helgina 25. – 27. ágúst.
Tengt efni
Stafræn bókasafnskort í Mosfellsbæ
Lína Langsokkur mætti óvænt á sögustund
Það vakti mikla lukku í gær þegar Lína Langsokkur, Hr. Níels, Anna og Keli mættu óvænt á sögustund í Bókasafni Mosfellsbæjar.
Fögnum fjölbreytileikanum - Regnbogagata máluð í Mosfellsbæ
Í dag, miðvikudaginn 9. ágúst, á 36 ára afmælisdegi Mosfellsbæjar, tóku bæjarstjóri og bæjarfulltrúar til hendinni og máluðu regnbogagötu fyrir framan félagsheimilið Hlégarð.