Mosfellsbær býður upp á fjölda möguleika til útivistar og er nálægðin við ósnortna náttúru og fallega staði sérstaða bæjarins.
Fjöldi gönguleiða eru í boði á fjöllin og fellin umhverfis bæinn en búið er að stika um 90 km. af gönguleiðum. Íbúar eru hvattir til að nýta sér gönguleiðir bæjarins í Samgönguvikunni.
Evrópsk samgönguvika 16. – 22. september
Mosfellsbær hefur verið virkur þátttakandi í samgönguvikunni undanfarin ár og staðið fyrir margs konar viðburðum í tilefni vikunnar, bæði í Mosfellsbæ og víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu í samstarfi við nágrannasveitarfélögin og Umhverfis- og auðlindaráðuneytið.
Tilgangur samgönguvikunnar er að vekja athygli á vistvænum samgöngum og hvetja almenning til að nýta sér almenningssamgöngur, hjólreiðar og aðra vistvæna fararkosti. Mosfellingar eru hvattir til að taka þátt í þessu árlega átaki, draga fram hjólið og njóta góðrar útiveru og heilsusamlegrar hreyfingar.
Tengt efni
Nýjar lyftur í Bláfjöllum
Þrátt fyrir að lítill snjór sé í fjöllunum eins og er er búið að opna í Bláfjöllum.
Gönguskíðabraut á Tungubökkum
Gönguskíðabraut hefur verið troðin á Tungubökkum.
Snjóflóðahætta á höfuðborgarsvæðinu
Við hvetjum fólk sem fer á fjöll og fell í kringum Mosfellsbæ og í raun á höfuðborgarsvæðinu öllu til að fylgjast vel með spám um snjóflóðahættu.