Fjörið hefst með hjólanámskeiði kl. 17:00 á Miðbæjartorgi í dag, fimmtudaginn 19. september. Þar verður farið yfir öll grundvallaratriðin til að ná betri árangri á hjólinu. Sett verður upp skemmtileg þrautabraut þar sem öll fá tækifæri til þess að spreyta sig. Hentar byrjendum sem eru að stíga sín fyrstu skref á hjólinu, jafnt sem lengra komnum. Ungum sem öldnum. Strákarnir munu líka tala um mikilvægi hjálmanotkunar, hreyfingar og holls matarræðis.
BMX-BRÓS verða svo með stórskemmtilega sýningu kl. 18:30, sýningin sjálf er um 30-40 mín.
Ef einhvern vantar hjól og hjálm verða auka hjól og hjálmar á svæðinu. En mælt er með að koma með sitt eigið hjól og hjálm.
Allar tegundir reiðhjóla leyfilegar í þrautabrautina.
Tengt efni
Ástandsskoðun hjá Dr. Bæk í dag kl. 16:00-18:00
Samgönguvika 16. - 22. september 2024
Vaskir hjólagarpar tóku þátt í BMX hátíð
Hráslagalegt veður stöðvaði ekki vaska hjólagarpa í gær þegar BMX-BRÓS stóðu fyrir BMX-hátíð á Miðbæjartorgi í tengslum við Samgönguviku.