Nýtt úrgangsflokkunarkerfi sem tekur gildi á næstunni getur kallað á breytingar sorpgerða eða sorpskýla á lóðum við þegar byggð mannvirki.
Þær breytingar teljast til minniháttar framkvæmda samkvæmt byggingareglugerð og þarf því ekki að sækja um sérstakt leyfi fyrir þeim. Eftirtalin atriði ber þó að hafa í huga við slíkar framkvæmdir:
- Breyting má ekki skerða yfirsýn umferðarleiða þannig að hætta skapist
- Fjarlægð að lóðarmörkum samliggjandi lóða má hvergi vera minni en sem nemur hæð sorpgerðis eða sorpskýlis
- Ef breyting hefur í för með sér að fjarlægð að lóðarmörkum verður minni en segir í lið 2 skal afla skriflegs samþykkis lóðarhafa aðliggjandi lóðar
- Ef fjarlægð að lóðarmörkum sem liggja að bæjarlandi er minni en lágmarksviðmið í lið 2 er ekki þörf á að afla skriflegs samþykkis
Ef stækka þarf djúpgáma á lóð eða sorpgeymslur sem eru innbyggðar í byggingar þarf að sækja um byggingarheimild fyrir breytingunni. Þó má gera breytingar á skipulagi djúpgáma svo sem þegar verið er að endurskipuleggja rúmmál hólfa, þ.e. setja tvískiptan gám þar sem áður var einn eða verið er að minnka rúmmála djúpgáms þannig að hann henti fyrir matarleifar.
Annars gildir við hönnun nýframkvæmda að gera skal grein fyrir útfærslu sorplausna og skulu þær sýndar á aðaluppdráttum með fullnægjandi hætti samkvæmt nánari skilgreiningum í byggingarreglugerð og leiðbeiningum sveitarfélagsins.
Tengt efni
Afhending nýrra tunna heldur áfram 8. og 9. júní í Arnartanga og Holtahverfi
Þá er komið að dreifingu á tunnum í viku 23.
Afhending nýrra tunna heldur áfram 30. og 31. maí í Hlíða- og Tangahverfi
Íbúar í eftirtöldum götum fá afhentar nýjar tunnur fyrir nýja úrgangsflokkunarkerfið samkvæmt sorphirðudagatali okkar þriðjudaginn 30. og miðvikudaginn 31. maí.
Íbúar í Hamratúni 6 fengu fyrstu tvískiptu tunnuna í Mosfellsbæ
Hjónin Sigríður Wöhler og Halldór Þórarinsson sem búa í Hamratúni 6 voru fyrstu íbúarnir til að taka við nýrri tvískiptri tunnu fyrir matarleifar og blandaðan úrgang sem er hluti af nýja úrgangsflokkunarkerfinu.