Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
17. maí 2023

Nýtt úr­gangs­flokk­un­ar­kerfi sem tek­ur gildi á næst­unni get­ur kallað á breyt­ing­ar sorp­gerða eða sorp­skýla á lóð­um við þeg­ar byggð mann­virki.

Þær breyt­ing­ar teljast til minni­hátt­ar fram­kvæmda sam­kvæmt bygg­ing­a­reglu­gerð og þarf því ekki að sækja um sér­stakt leyfi fyr­ir þeim. Eft­ir­talin at­riði ber þó að hafa í huga við slík­ar fram­kvæmd­ir:

  1. Breyt­ing má ekki skerða yf­ir­sýn um­ferð­ar­leiða þann­ig að hætta skap­ist
  2. Fjar­lægð að lóð­ar­mörk­um samliggj­andi lóða má hvergi vera minni en sem nem­ur hæð sorp­gerð­is eða sorp­skýl­is
  3. Ef breyt­ing hef­ur í för með sér að fjar­lægð að lóð­ar­mörk­um verð­ur minni en seg­ir í lið 2 skal afla skrif­legs sam­þykk­is lóð­ar­hafa aðliggj­andi lóð­ar
  4. Ef fjar­lægð að lóð­ar­mörk­um sem liggja að bæj­ar­landi er minni en lág­marks­við­mið í lið 2 er ekki þörf á að afla skrif­legs sam­þykk­is

Ef stækka þarf djúp­gáma á lóð eða sorp­geymsl­ur sem eru inn­byggð­ar í bygg­ing­ar þarf að sækja um bygg­ing­ar­heim­ild fyr­ir breyt­ing­unni. Þó má gera breyt­ing­ar á skipu­lagi djúp­gáma svo sem þeg­ar ver­ið er að end­ur­skipu­leggja rúm­mál hólfa, þ.e. setja tví­skipt­an gám þar sem áður var einn eða ver­ið er að minnka rúm­mála djúp­gáms þann­ig að hann henti fyr­ir mat­ar­leif­ar.

Ann­ars gild­ir við hönn­un ný­fram­kvæmda að gera skal grein fyr­ir út­færslu sorp­lausna og skulu þær sýnd­ar á að­al­upp­drátt­um með full­nægj­andi hætti sam­kvæmt nán­ari skil­grein­ing­um í bygg­ing­ar­reglu­gerð og leið­bein­ing­um sveit­ar­fé­lags­ins.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00