Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
13. desember 2022

Í gær, 12. des­em­ber, skrif­uðu bæj­ar­stjór­ar Kópa­vogs, Hafn­ar­fjarð­ar, Garða­bæj­ar, Mos­fells­bæj­ar, Seltjarn­ar­nes­bæj­ar, Kjós­ar­hrepps og fram­kvæmda­stjóri SSH und­ir samn­ing um rekst­ur sam­eig­in­legs um­dæm­is­ráðs barna­vernd­ar sem tek­ur til starfa nú um ára­mót.

Um­dæm­is­ráð­ið verð­ur skip­að þrem­ur að­il­um, lög­fræð­ingi sem er jafn­framt formað­ur ráðs­ins, sál­fræð­ingi og fé­lags­ráð­gjafa.

Sveit­ar­fé­lög­in munu hvert um sig bera ábyrgð á vinnslu barna­vernd­ar­mála líkt og ver­ið hef­ur en ákvörð­un­ar­vald­ið þeg­ar kem­ur að þyngsta enda mál­anna er nú fært til sjálf­stæðra stjórn­sýslu­nefnda, þ.e. um­dæm­is­ráða, en starf­semi þeirra verð­ur að­skilin frá barna­vernd­ar­þjón­ustu sveit­ar­fé­lag­anna. Um­dæm­is­ráð­in fá þá af­markað hlut­verk en þau taka ein­göngu fyr­ir barna­vernd­ar­mál sem barna­vernd­ar­þjón­ust­ur sveit­ar­fé­lag­anna vísa til þeirra, þeg­ar taka þarf íþyngj­andi ákvarð­an­ir með úr­skurði og sam­þykki ligg­ur ekki fyr­ir. Um­dæm­is­ráð­in munu því t.d. taka ákvarð­an­ir um fóst­ur, um hvort heim­ilt sé að beita úr­ræð­um án sam­þykk­is for­eldra þeg­ar þörf er á og fjalla um og úr­skurða um um­gengni kyn­for­eldra við börn sem eru í fóstri.

Í máli Regínu Ás­valds­dótt­ur, formanns Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, við und­ir­rit­un­ina kom fram að það væru mikl­ar vænt­ing­ar bundn­ar við þetta nýja fyr­ir­komulag sem væri til þess fall­ið að tryggja enn frek­ar fag­lega máls­með­ferð í þess­um mik­il­væga mála­flokki.

Að­drag­andi máls­ins er sá að 1. janú­ar 2023 koma til fram­kvæmda breyt­ing­ar á barna­vernd­ar­lög­un­um sem leiða til þess að barna­vernd­ar­nefnd­ir í nú­ver­andi mynd verða lagð­ar nið­ur. Þeirra í stað verða sett á lagg­irn­ar um­dæm­is­ráð barna­vernd­ar.

Efsta mynd, frá vinstri til hægri, Páll Björg­vin Guð­munds­son fram­kvæmda­stjóri SSH, Rósa Guð­bjarts­dótt­ir bæj­ar­stjóri Hafn­ar­fjarð­ar, Þor­björg Gísla­dótt­ir sveit­ar­stjóri Kjós­ar­hrepps, Ás­dís Kristjáns­dótt­ir bæj­ar­stjóri Kópa­vogs, Regína Ás­valds­dótt­ir bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar og formað­ur stjórn­ar SSH, Alm­ar Guð­munds­son bæj­ar­stjóri Garða­bæj­ar og Þór Sig­ur­geirs­son bæj­ar­stjóri Seltjarn­ar­nes­bæj­ar.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00