Mosfellsbær veitir forráðamönnum barna og unglinga á aldrinum 5–18 ára sem eiga lögheimili í Mosfellsbæ kost á frístundaávísun sem hægt er að nýta til að greiða fyrir hvers konar frístundastarf hjá viðurkenndum frístundafélögum eða frístundastofnunum.
Bæjarstjórn hefur tekið ákvörðun um að heimilt verði að nýta frístundaávísanir allt árið en áður miðaðist nýting þeirra við skólaárið. Frá og með 1. júní til 14. ágúst verður því unnt að nýta frístundaávísanir hjá viðurkenndum félögum sem uppfylla reglur um styrkhæfni. Sem fyrr verður ekki heimilt að flytja styrkinn á milli tímabila en nýtt tímabil hefst 15. ágúst næstkomandi.
Ráðstöfun frístundaávísanna fer fram með stafrænum hætti í gegnum skráningarkerfi félaga og stofnanna. Ef að spurningar vakna er hægt að hafa samband í síma 525-6700 og í tölvupósti, mos@mos.is.