Þann 15. ágúst hófst nýtt tímabil frístundaávísunar í Mosfellsbæ.
Ávísunin gildir í eitt skólaár í senn, frá 15. ágúst ár hvert til 31. maí. Markmið þessarar niðurgreiðslu er að hvetja börn og unglinga til að finna sér frístund sem hentar hverjum og einum.
Frístundaávísun 2023 – 2024 er 26.000 kr. fyrir 5 ára. Fyrir 6-18 ára 57.000 kr. en hækkar fyrir þriðja barn (6-18 ára) upp í 65.500 kr., einnig fyrir fjórða og fimmta barn o.s.frv. Þetta á við um fjölskyldur sem skráðar eru með sama lögheimili og fjölskyldunúmer hjá foreldri.
Hægt er að ráðstafa styrknum í gegnum flest skráningakerfi frístundafélaga, í þeim tilfellum er valið að nýta frístundaávísun um leið og barn er skráð hjá félaginu. Styrk til annarra félaga þarf að skrá á þjónustugátt Mosfellsbæjar.
Aldur | Upphæð | Samtals | Meðaltal* |
---|---|---|---|
5 ára - 1 barn | 26.000 kr. | 26.000 kr. | 26.000 kr. |
6-18 ára: 1 barn | 57.000 kr. | 57.000 kr. | 57.000 kr. |
6-18 ára: 2 börn | 57.000 kr. | 114.000 kr. | 57.000 kr. |
6-18 ára: 3 börn | 65.500 kr. | 179.500 kr. | 59.833 kr. |
6-18 ára: 4 börn | 65.500 kr. | 245.000 kr. | 61.250 kr. |
6-18 ára: 5 börn | 65.500 kr. | 310.500 kr. | 62.100 kr. |
6-18 ára: 6 börn | 65.500 kr. | 376.000 kr. | 62.667 kr. |
Tengt efni
Vetrarfrí í Mosfellsbæ 2024
Bréf til foreldra vegna vopnaburðar barna og ungmenna
Íslandsmót barna og unglinga í hestaíþróttum í Mosfellsbæ
Íslandsmót barna og unglinga í hestaíþróttum er hafið á félagssvæði Harðar í Mosfellsbæ.