Nú er verið að taka í notkun nýja og stærri grenndargáma fyrir pappír og plast ásamt því að gámur fyrir gler hefur bæst við á margar stöðvar og þar með talið í Mosfellsbæ.
Mun þeim fjölga á næstu tveimur árum. Með bættu grenndargámakerfi eru fastir losunardagar á öllum stöðvum og tíðni losunar verður endurskoðuð með hliðsjón af notkun gámanna.
Staðsetningar grenndarsstöðvanna hafa ekki breyst. Á öllum stöðvum eru gámar fyrir plastumbúðir og á flestum stöðvum er einnig hægt að skila pappír, gleri, fatnaði og skilagjaldsskyldum umbúðum.