Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
12. desember 2022

Árið 2023 munu sveit­ar­fé­lög­in á höf­uð­borg­ar­svæð­inu taka upp nýtt og sam­ræmt flokk­un­ar­kerfi á heim­il­isúr­gangi.

Með lög­um um hringrás­ar­hag­kerfi, sem taka gildi um ára­mót­in, verð­ur skylt að flokka heim­il­isúrg­ang í fjóra flokka við heim­ili: papp­ír, plast­umbúð­ir, mat­ar­leif­ar og bland­að­an úr­g­ang.

Sveit­ar­fé­lög­in á höf­uð­borg­ar­svæð­inu Mos­fells­bær, Garða­bær, Hafn­ar­fjörð­ur, Kjós­ar­hrepp­ur, Kópa­vog­ur, Reykja­vík og Seltjarn­ar­nes hafa unn­ið öt­ul­lega að und­ir­bún­ingi nýja kerf­is­ins und­an­farin tvö ár. Stefnt er að því að inn­leið­ing breyt­ing­anna hefj­ist á vor­mán­uð­um 2023. Nán­ari út­færsl­ur í hverju sveit­ar­fé­lagi verða kynnt­ar síð­ar.

Tvær til fjór­ar tunn­ur við heim­ili

Íbú­ar þurfa ekki að að­hafast neitt í tengsl­um við þessa breyt­ingu ann­að en að til­einka sér nýja flokk­un­ar­s­iði. Tunn­um fyr­ir þessa fjóra flokka verð­ur kom­ið fyr­ir við íbúð­ar­hús eft­ir þörf­um. Meg­in­mark­mið­ið er að fjölga tunn­um hjá íbú­um eins lít­ið og hægt er og í flest­um til­fell­um verð­ur leit­ast við að koma tunn­um fyr­ir í því rými sem er þeg­ar til stað­ar við íbúð­ar­hús. Í hinu nýja kerfi verða því að jafn­aði tvær til  þrjár tunn­ur við sér­býli þar sem boð­ið verð­ur upp á tví­skipt­ar tunn­ur en í fjöl­býl­is­hús­um fer út­færsla eft­ir að­stæð­um á hverj­um stað. Hægt er að sjá mögu­leg­ar út­færsl­ur á vefn­um flokk­um.is. Þar er einn­ig að finna svör við helstu spurn­ing­um um nýja kerf­ið.

Mat­ar­leif­ar flokk­að­ar við öll heim­ili

Nú þeg­ar er flokk­un á plasti og papp­ír frá blönd­uð­um heim­il­isúr­gangi í Mos­fells­bæ. Í nýju flokk­un­ar­kerfi er skylda að flokka mat­ar­leif­ar frá öðr­um úr­gangi. Til að auð­velda breyt­ing­una fá öll heim­ili á höf­uð­borg­ar­svæð­inu gef­ins sér­staka körfu und­ir mat­ar­leif­arn­ar og papp­ír­s­poka sem fara í hana.

Með því að flokka mat­ar­leif­ar frá blönd­uð­um heim­il­isúr­gangi er hægt að end­ur­vinna þær í me­tangas og moltu. Hið sam­ræmda flokk­un­ar­kerfi sveit­ar­fé­lag­anna mun því draga stór­lega úr urð­un og síð­ar brennslu á úr­gangi og styðja við inn­leið­ingu hringrás­ar­hag­kerf­is­ins.

Sam­hliða þess­um breyt­ing­um verð­ur grennd­argám­um gef­ið nýtt hlut­verk við að taka á móti málmi, gleri, tex­tíl og skila­gjalds­skyld­um um­búð­um, sem sam­kvæmt lög­um ber að flokka sér­stak­lega og safna.

Nánari upplýsingar um nýja flokkunarkerfið:

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00