Mosfellsbær auglýsir hér með tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir frístundalóð á Heytjarnarheiði í landi Miðdals, frístundabyggð 525-F, skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Um er að ræða nýtt deiliskipulag af lóðinni L-125374. Heimilt verður að byggja stakt frístundahús á landinu í samræmi við gildandi aðalskipulag Mosfellsbæjar. Byggingarheimildir fylgja aðalskipulagi.
Tillagan var auglýst í Mosfellingi og Lögbirtingarblaðinu. Hún er einnig aðgengileg á Upplýsingatorgi, Þverholti 2, svo þeir sem vilja geta kynnt sér hana og gert athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar, ásamt helstu upplýsingum um sendanda, og merktar skipulagsnefnd Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ. Einnig má senda athugasemdir í tölvupósti á skipulag@mos.is.
Athugasemdafrestur er frá 13. maí 2021 til og með 30. júní 2021.
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar
Tengt efni
Grenndarkynning vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Engjaveg 22
Á fundi skipulagsnefndar Mosfellsbæjar þann 11. maí sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að deiliskipulagsbreytingu varðandi Engjaveg 22.
Grenndarkynning á umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við atvinnuhúsnæði að Flugumýri 6
Á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 3. maí 2023 sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, byggingarleyfisumsókn eigenda atvinnuhúsnæðis að Flugumýri 6, 0104.
Nýjar deiliskipulagsáætlanir - Frístundalóðir milli Selvatns og Nesjavallavegar
Mosfellsbær auglýsir nú skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, eftirfarandi tillögur að deiliskipulagsáætlunum: