Mosfellsbær auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir frístundalóðir Heiðarhvamms í landi Miðdals.
Mosfellsbær auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir frístundalóðir Heiðarhvamms í landi Miðdals.
Um ræðir nýtt deiliskipulag sem tekur til landsins, L125323, í Miðdal. Mosfellsbæ, stærð 25.093 m² og er á svæði sem í aðalskipulagi er skilgreint fyrir frístundabyggð (521-F). Í deiliskipulaginu er lóðinni skipt upp í fjórar lóðir þar sem heimilt verður að byggja allt að 130 m² á hverri lóð fyrir sig í samræmi við aðalskipulag. Aðkoma að lóðum er frá Hafravatnsvegi.
Tillagan var auglýst í Fréttablaðinu og Lögbirtingarblaðinu, hún verður einnig til sýnis á Upplýsinga- og þjónustutorgi Mosfellsbæjar, Þverholti 2.
Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar og skal senda þær til skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ, eða í tölvupósti á skipulag[hja]mos.is.
Athugasemdafrestur deiliskipulagstillögunnar er frá 6. júlí til og með 19. ágúst 2020.
6. júlí 2020
Kristinn Pálsson
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar
Tengt efni
Grenndarkynning – Leirutangi 13A
Á fundi skipulagsnefndar Mosfellsbæjar þann 10. júní sl. var samþykkt að grenndarkynna byggingaráform í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir viðbyggingu sólskála að Leirutanga 13A.
Grenndarkynning á þegar byggðum viðbyggingum við Arnartanga 44
Tillaga að deiliskipulagi – Frístundabyggð í Miðdalslandi, Mosfellsbæ
Mosfellsbær auglýsir hér með tillögu að nýju deiliskipulagi skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr 123/2010: