Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
3. júní 2021

Mos­fells­bær aug­lýs­ir hér með nýtt deili­skipu­lags, skv. 1. mgr. 41. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010, í sam­ræmi við sam­þykkt bæj­ar­stjórn­ar 19.05.2021.

Nýtt deili­skipu­lag er unn­ið á grund­velli verð­launa­til­lögu í hug­mynda­sam­keppni um Æv­in­týra­garð sem hald­in var árið 2009. Deili­skipu­lags­svæð­ið er stað­sett í Ull­ar­nes­brekk­um og af­markast af Vest­ur­lands­vegi til aust­urs, Köldu­kvísl til norð­urs að með­töld­um Suð­ur­eyr­um og mörk­um Varmár­skóla­svæð­is til suð­urs.

Aðal að­koma bílaum­ferð­ar er frá jöðr­um garðs­ins, um Tungu­veg og frá Vest­ur­lands­vegi, en það­an er líka þjón­ustu­að­koma að mið­svæði. Neð­an við að­kom­una frá Vest­ur­lands­vegi ligg­ur mið­svæði garðs­ins sem er fjöl­nota svæði fyr­ir menn­ing­ar­við­burði s.s. úti­leik­hús, ljóða­lest­ur, söng­skemmt­an­ir svo og stærri at­burði eins og tón­leika­hald, mark­aðs­daga, minni íþrótta­við­burði og sýn­ing­ar­svæði fyr­ir útil­ista­verk svo eitt­hvað sé nefnt, hjartað í garð­in­um. Við þjón­ustumið­stöð­ina við Tungu­veg er reikn­að með stað fyr­ir nýtt tjald­svæði og leik­svæði. Inn­an garðs­ins eru einn­ig ýms­ir að­r­ir án­ing­ar­stað­ar og leik­svæði, þrek­stöðv­ar, skíða- og sleð­abrekk­ur, mini­golf, hunda­gerði, fugla­skoð­un­ar­hús, ma­t­jurta­garð­ar, fjalla­hjóla­braut, göngu­skíða­braut, hjóla­stíg­ar, reiðstíg­ar, létt­ir stíg­ar og hengi­brú.

Til­lag­an og grein­ar­gerð er að­gengi­leg á vef Mos­fells­bæj­ar og á Upp­lýs­inga­torgi, Þver­holti 2 svo þeir sem vilja get kynnt sér til­lög­una og gert við hana at­huga­semd­ir. Hún var aug­lýst í Mos­fell­ingi og Lög­birt­ing­ar­blað­inu. At­huga­semd­ir skulu vera skrif­leg­ar, ásamt helstu upp­lýs­ing­um um send­anda, og senda skal þær til skipu­lags­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar, Þver­holti 2, 270 Mos­fells­bær, eða í tölvu­pósti á skipu­lag[hjá]mos.is.

At­huga­semda­frest­ur er frá 3. júní 2021 til og með 19. júlí 2021.

Skipu­lags­full­trúi Mos­fells­bæj­ar

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00