Mosfellsbær auglýsir hér með nýtt deiliskipulags, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, í samræmi við samþykkt bæjarstjórnar 19.05.2021.
Nýtt deiliskipulag er unnið á grundvelli verðlaunatillögu í hugmyndasamkeppni um Ævintýragarð sem haldin var árið 2009. Deiliskipulagssvæðið er staðsett í Ullarnesbrekkum og afmarkast af Vesturlandsvegi til austurs, Köldukvísl til norðurs að meðtöldum Suðureyrum og mörkum Varmárskólasvæðis til suðurs.
Aðal aðkoma bílaumferðar er frá jöðrum garðsins, um Tunguveg og frá Vesturlandsvegi, en þaðan er líka þjónustuaðkoma að miðsvæði. Neðan við aðkomuna frá Vesturlandsvegi liggur miðsvæði garðsins sem er fjölnota svæði fyrir menningarviðburði s.s. útileikhús, ljóðalestur, söngskemmtanir svo og stærri atburði eins og tónleikahald, markaðsdaga, minni íþróttaviðburði og sýningarsvæði fyrir útilistaverk svo eitthvað sé nefnt, hjartað í garðinum. Við þjónustumiðstöðina við Tunguveg er reiknað með stað fyrir nýtt tjaldsvæði og leiksvæði. Innan garðsins eru einnig ýmsir aðrir áningarstaðar og leiksvæði, þrekstöðvar, skíða- og sleðabrekkur, minigolf, hundagerði, fuglaskoðunarhús, matjurtagarðar, fjallahjólabraut, gönguskíðabraut, hjólastígar, reiðstígar, léttir stígar og hengibrú.
Tillagan og greinargerð er aðgengileg á vef Mosfellsbæjar og á Upplýsingatorgi, Þverholti 2 svo þeir sem vilja get kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Hún var auglýst í Mosfellingi og Lögbirtingarblaðinu. Athugasemdir skulu vera skriflegar, ásamt helstu upplýsingum um sendanda, og senda skal þær til skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbær, eða í tölvupósti á skipulag[hjá]mos.is.
Athugasemdafrestur er frá 3. júní 2021 til og með 19. júlí 2021.
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar
Tengt efni
Grenndarkynning vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Engjaveg 22
Á fundi skipulagsnefndar Mosfellsbæjar þann 11. maí sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að deiliskipulagsbreytingu varðandi Engjaveg 22.
Grenndarkynning á umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við atvinnuhúsnæði að Flugumýri 6
Á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 3. maí 2023 sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, byggingarleyfisumsókn eigenda atvinnuhúsnæðis að Flugumýri 6, 0104.
Nýjar deiliskipulagsáætlanir - Frístundalóðir milli Selvatns og Nesjavallavegar
Mosfellsbær auglýsir nú skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, eftirfarandi tillögur að deiliskipulagsáætlunum: