Eitt af verkefnunum sem kosið var af íbúum í Mosfellsbæ í lýðræðisverkefninu Okkar Mosó er útivistarparadís á Stekkjarflöt.
Þar er nú að verða til frábær aðstaða til útivistar fyrir fjölskyldur í Mosfellsbæ. Leiktæki og útigrill er á staðnum. Búið er að bæta við vatnsfonti og strandblakvelli. Völlurinn verður tekin í notkun 17. júní.
Blakdeild Aftureldingar mun hafa umsjón með vellinum og búið hefur verið til skráningarskjal fyrir notendur í sumar og reglur varðandi umgengni.
Reglur vallarins:
- Einungis er hægt að bóka 2 samliggjandi tíma í einu
- Eftir að æfingu eða viðveru á vellinum lýkur skal skafa yfir báða vallarhelminga með sköfunni sem er á vellinum og er mjög mikilvægt að skilja við sköfurnar á sínum stað og festa þær
- Ef engin er skráður á völlinn má fara á hann en ef skráður aðili kemur þá þarf að víkja á vellinum
- Leyfilegt er að skrá sig hvenær sem er á á hvaða lausa tíma sem er
- Ef tími er afbókaður þá endilega láta vita af því á facebook síðu vallarins svo aðrir geti nýtt sér hann
- Facebooksíða vallarins er: Strandblaksvöllurinn á Stekkjarflöt
- Ef börn eru með iðkendum að leika í sandinum og grafa holur þá þarf að laga það áður en völlurinn er yfirgefinn
- Þátttakendur koma með sinn eigin bolta
Frítt strandblaksnámskeið 19. – 23. júní
- Börn 10-12 ára: kl. 14:00-15:30
- Börn 13-15 ára: kl. 15:30-17:00
Börnin mæta bara á strandblaksvöllinn á Stekkjarflöt og tilkynna sig til Eduardo sem verður á svæðinu.
Tengt efni
Vinna við nýja körfuboltavelli á áætlun
Uppákomur í jólagarðinum næstu sunnudaga
Jólagarðurinn við Hlégarð hefur slegið í gegn á aðventunni. Verkefnið var kosið í Okkar Mosó 2021.
Ljósin í jólagarðinum við Hlégarð tendruð
„Jólaskreyttur garður á Hlégarðstúni þar sem fólk gerir sér ferð til að heimsækja staðinn og eiga góðar stundir“.