Nú er búið að setja upp nýjan ærslabelg í Ævintýrgarðinum í Ullarnesbrekkum.
Ærslabelgurinn er góð viðbót við þau leiktæki sem þegar eru til staðar á miðsvæðinu í Ævintýragarðinum, eins og stóra kastalann og klifurnetið. Einnig er þar stórt tún sem er tilvalið til boltaleikja og bekkir og áningarsvæði til að fá sér nestisbita.
Unnið er að frekari uppbyggingu á svæðinu, m.a. uppsetningu grillskýlis sem væntanlegt er síðar á árinu. Íbúar eru hvattir til að kíkja við í Ævintýragarðinum og skoða nýjusta leiktæki svæðisins og kynna sér þá fjölmörgu kosti sem svæðið hefur uppá að bjóða.
Tengt efni
Nemendur úr Helgafellsskóla plöntuðu birkiplöntum
Tveir vinabekkir 1.B og 8.B úr Helgafellsskóla plöntuðu birkiplöntum úr Yrkjusjóði nálægt Köldukvísl nýlega.
Frístundaávísun hækkar
Þann 15. ágúst hófst nýtt tímabil frístundaávísunar í Mosfellsbæ.
Líf og fjör í Mosó í allt sumar
Það er nóg um að vera í Mosfellsbæ í sumar.