Nú er búið að setja upp nýjan ærslabelg í Ævintýrgarðinum í Ullarnesbrekkum.
Ærslabelgurinn er góð viðbót við þau leiktæki sem þegar eru til staðar á miðsvæðinu í Ævintýragarðinum, eins og stóra kastalann og klifurnetið. Einnig er þar stórt tún sem er tilvalið til boltaleikja og bekkir og áningarsvæði til að fá sér nestisbita.
Unnið er að frekari uppbyggingu á svæðinu, m.a. uppsetningu grillskýlis sem væntanlegt er síðar á árinu. Íbúar eru hvattir til að kíkja við í Ævintýragarðinum og skoða nýjusta leiktæki svæðisins og kynna sér þá fjölmörgu kosti sem svæðið hefur uppá að bjóða.
Tengt efni
Vetrarfrí í Mosfellsbæ 2024
Bréf til foreldra vegna vopnaburðar barna og ungmenna
Íslandsmót barna og unglinga í hestaíþróttum í Mosfellsbæ
Íslandsmót barna og unglinga í hestaíþróttum er hafið á félagssvæði Harðar í Mosfellsbæ.