Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
30. desember 2014

Þann 1. janú­ar 2015 taka gildi nýj­ar regl­ur um ferða­þjón­ustu fatl­aðs fólks.

  • Strætó tek­ur við rekstri akst­urs­þjón­ustu fatl­aðs fólks og aldr­aðra á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, utan Kópa­vogs
  • Markmið Strætó er að veita sveigj­an­legri og ör­ugg­ari þjón­ustu
  • Sam­st­arf við hags­muna­að­ila er lyk­il­at­riði við inn­leið­ingu breyt­ing­anna

Öll sveit­ar­fé­lög á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, utan Kópa­vogs, hafa gert með sér sam­komulag um sam­eig­in­lega akst­urs­þjón­ustu fatl­aðs fólks og aldr­aðra. Á grund­velli þess var Strætó fal­ið að reka þjón­ust­una frá og með ára­mót­un­um en Strætó hef­ur rek­ið hana í Reykja­vík frá ár­inu 2001.

Auk­ið ör­yggi og sveigj­an­leiki

Markmið Strætó er að tryggja not­end­um akst­urs­þjón­ust­unn­ar bæði sveigj­an­legri og ör­ugg­ari þjón­ustu en þeir hafa áður feng­ið. Auk­inn sveigj­an­leiki felst með­al ann­ars í því að nú geta not­end­ur pantað ferð­ir með tveggja klukku­stunda fyr­ir­vara í stað eins sól­ar­hrings áður. Þjón­ustu­ver­ið verð­ur opið mun leng­ur en áður, eða með­an öku­tæki fyr­ir­tæk­is­ins eru í akstri. Auk­ið ör­yggi not­enda verð­ur m.a. tryggt með end­ur­nýj­un öku­tækja akst­urs­þjón­ust­unn­ar auk þess sem á þeim verða gerð­ar reglu­bundn­ar gæða- og ör­ygg­is­út­tekt­ir.

Gott sam­st­arf lyk­il­at­riði

Akst­urs­þjón­ust­una er um­fangs­mik­il og mik­il­væg þjón­usta sem snert­ir marga og því er góð sam­vinna og sam­ráð við hags­muna­sam­tök not­enda afar mik­il­vægt til að tryggja far­sæla fram­kvæmd þjón­ust­unn­ar. Skip­að­ur hef­ur ver­ið sam­ráðs­hóp­ur með full­trú­um frá sveit­ar­fé­lög­un­um, Strætó, not­end­um og þeim sem ann­ast akst­ur­inn. Hlut­verk hóps­ins er að fylgjast með fram­kvæmd­inni og koma með ábend­ing­ar um það sem bet­ur má fara. Strætó hvet­ur einn­ig not­end­ur til þess að koma á fram­færi at­huga­semd­um sín­um og ábend­ing­um með sím­tali í þjón­ustu­ver,  540-2700, tölvu­pósti, thjonustu­ver@stra­eto.is, eða í gegn­um vef Strætó, stra­eto.is. All­ar ábend­ing­ar og at­huga­semd­ir eru skráð­ar og unn­ið úr þeim eins fljótt og kost­ur er.

Ábyrgð á þjón­ust­unni

Sam­kvæmt sam­komu­lagi sveit­ar­fé­lag­anna er ábyrgð á akst­urs­þjón­ust­unni tví­skipt: Fé­lags­þjón­usta hvers sveit­ar­fé­lags ákvarð­ar hverj­um er heim­ilt að nota þjón­ust­una, ákveð­ur fjölda ferða á hvern not­enda og hvaða þjón­ustu not­and­inn á rétt á. Ábyrgð Strætó felst í að fram­kvæmd akst­urs­þjón­ust­unn­ar sé í sam­ræmi við ákvarð­an­ir sveit­ar­fé­lag­anna.

Nán­ari upp­lýs­ing­ar

Upp­lýs­inga­bækling­ur Strætó um akst­urs­þjón­ust­una á höf­uð­borg­ar­svæð­inu er að­gengi­leg­ur á Þjón­ustumið­stöð­um Reykja­vík­ur­borg­ar, þjón­ustu­ver­um Hafn­ar­fjarð­ar, Garða­bæj­ar, Mos­fells­bæj­ar og Seltjarn­ar­ness auk þess sem hann er að finna á vef Strætó.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00