Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
20. janúar 2023

Þrátt fyr­ir að lít­ill snjór sé í fjöll­un­um eins og er er búið að opna í Bláfjöll­um.

Þá hitt­ist það vel á að nýja stóla­lyft­an, Drottn­ing, sé til­bú­in til notk­un­ar og komin í gagn­ið. Önn­ur ný stóla­lyfta, Gosi, er þá jafn­framt til­bú­in til notk­un­ar og mun opna um leið og skíða­færi leyf­ir.

Upp­setn­ing lyft­anna er lið­ur í stóru upp­bygg­ing­ar­verk­efni á skíða­svæð­un­um, en vinna vegna þess hef­ur stað­ið yfir á vett­vangi Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu (SSH) allt frá ár­inu 2018, en þá var und­ir­ritað sam­komulag Reykja­vík­ur, Kópa­vogs, Hafn­ar­fjarð­ar, Garða­bæj­ar, Mos­fells­bæj­ar og Seltjarn­ar­ness um end­ur­nýj­un og upp­bygg­ingu á mann­virkj­um á svæð­inu. Markmið þess­ara fram­kvæmda er að bæta að­stöðu og þjón­ustu fyr­ir alla hópa skíða­ið­k­enda. Auk Gosa og Drottn­ing­ar er m.a. gert ráð fyr­ir snjó­fram­leiðslu á skíða­svæð­un­um og Skála­felli auk nýrr­ar lyftu í Skála­felli. Þá hef­ur að­staða á göngu­skíða­svæði einn­ig ver­ið bætt, t.a.m. með upp­setn­ingu nýrr­ar sal­ern­is­að­stöðu, kaup­um á troð­ara, snjógirð­ing­um og bættri lýs­ingu.

Í þess­um fyrsta áfanga verk­efn­is­ins var sam­ið við Dopp­elmayr skíða­lyft­ur ehf., sem var lægst­bjóð­andi í sam­keppn­isút­boði, um kaup og upp­setn­ingu á lyft­un­um Gosa og Drottn­ingu. Upp­haf­lega var ekki gert ráð fyr­ir að Drottn­ing yrði til­bú­in fyrr en haust­ið 2023, en fram­kvæmd­ir gengu mun bet­ur en von­ir stóðu til og verð­ur því hægt að nýta hana á þessu skíða­tíma­bili.

Áætl­að­ur fram­kvæmda­kostn­að­ur við nýju lyft­urn­ar er 2,4 millj­arð­ar kr. og áætl­að­ur heild­ar­fram­kvæmda­kostn­að­ur allra fram­kvæmda, þ.m.t. í Skála­felli og vegna bættr­ar að­stöðu fyr­ir skíða­göngu­fólk, er um 5,3 millj­arð­ar kr. til árs­ins 2026.

Form­leg opn­un Gosa og Drottn­ing­ar mun svo fara fram við fyrsta tæki­færi á nýju ári.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00