Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
20. júlí 2023

Á fundi bæj­ar­ráðs í dag þann 20. júlí var sam­þykkt ráðn­ing skrif­stofu­stjóra um­bóta og þró­un­ar og sviðs­stjóra mannauðs og starfs­um­hverf­is. Þá var sam­þykkt ráðn­ing leik­skóla­stjóra á leik­skól­an­um Hlíð. Að auki voru kynnt­ar ráðn­ing­ar fimm nýrra stjórn­enda á vel­ferð­ar­sviði, um­hverf­is­sviði og fræðslu- og frí­stunda­sviði.

Staða skrif­stofu­stjóra um­bóta og þró­un­ar er ný og lið­ur í skipu­lags­breyt­ing­um sem voru sam­þykkt­ar í bæj­ar­ráði 17. maí síð­ast­lið­inn. Það á einn­ig við um stöðu leið­toga í mála­flokki fatl­aðs fólks á vel­ferð­ar­sviði og teng­ist með­al ann­ars yf­ir­færslu á þjón­ustu við íbúa Skála­túns til Mos­fells­bæj­ar en staða fram­kvæmda­stjóra Skála­túns er lögð nið­ur. Þá er staða leið­toga um­hverf­is og fram­kvæmda með auk­inni ábyrgð þar sem verk­efni um­hverf­is­stjóra og stjórn­anda þjón­ustu­stöðv­ar hafa ver­ið sam­ein­uð. Ráðn­ing­ar í að­r­ar stöð­ur koma til vegna starfs­loka stjórn­enda.


Ólafía Dögg Ás­geirs­dótt­ir var ráð­in skrif­stofu­stjóri um­bóta og þró­un­ar.

Ólafía er með B.A. í stjórn­mála­fræði og MPA í op­in­berri stjórn­sýslu frá HÍ. Þá hef­ur Ólafía APME í verk­efna­stjórn­un frá Opna Há­skól­an­um með D vott­un.

Ólafía starf­ar sem teym­is­stjóri á vel­ferð­ar­sviði Reykja­vík­ur­borg­ar. Hún stýr­ir teymi sem ber ábyrgð á töl­fræði­grein­ing­um, gerð og þró­un ár­ang­urs­mæli­kvarða og þró­un mæla­borða. Ólafía hef­ur einn­ig starfað sem fram­kvæmda­stjóri lög­fræði­stof­unn­ar Atlant­ik Leg­al Services auk þess að hafa mar­gra ára reynslu sem verk­efn­is­stjóri, með­al ann­ars í sam­evr­ópsku verk­efni hjá Reykja­vík­ur­borg og hjá Efta.

Ólafía er 45 ára og er bú­sett í Mos­fells­bæ.


Kristján Þór Magnús­son var ráð­inn sviðs­stjóri mannauðs og star­f­um­hverf­is.

Kristján Þór er með B.A. í líf­fræði frá Bates Col­l­ege í Banda­ríkj­un­um, MPH í far­alds­fræði frá Boston Uni­versity í Banda­ríkj­un­um og Ph.D. í íþrótta- og heilsu­fræði frá Há­skóla Ís­lands. Auk þess hef­ur hann diplómu í leið­toga­fræð­um frá LMI Waco í Texas.

Kristján hef­ur víð­tæka stjórn­un­ar­reynslu sem sveit­ar­stjóri í Norð­ur­þingi í átta ár og öðl­að­ist þar um­fang­sa­mikla reynslu af mannauðs­mál­um. Þá hef­ur hann stýrt heilsu­efl­andi verk­efn­um hjá Land­læknisembætt­inu og starfað sem for­seti heil­brigðisvið­skipta og raun­vís­inda­sviðs Há­skól­ans á Ak­ur­eyri.

Kristján Þór er 44 ára og er í starfi að­stoð­ar­rektors hjá Há­skól­an­um á Ak­ur­eyri.


Stein­unn Bára Æg­is­dótt­ir var ráð­in leik­skóla­stjóri í Hlíð.

Stein­unn Bára er vel kunn­ug í Hlíð en hún hef­ur starfað þar sem leik­skóla­kenn­ari og deild­ar­stjóri fá ár­inu 2016. Stein­unn Bára er með BA gráðu frá HÍ í upp­eld­is- og mennt­un­ar­fræð­um, með meist­ara­gráðu frá HÍ í mennt­un­ar­fræð­um leik­skóla og með Diplóma­nám frá HÍ í Mennta­stjórn­un og mats­fræð­um.

Stein­unn er 40 ára og býr í Mos­fells­bæ.


Gest­ur Guð­rún­ar­son er nýr leið­togi mál­efna fatl­aðs fólks á Vel­ferð­ar­sviði.

Gest­ur er með B.A. í þroska­þjálf­a­fræð­um frá Há­skóla Ís­lands og er að ljúka meist­ara­gráðu í for­ystu og stjórn­un frá Há­skól­an­um á Bif­röst. Gest­ur hef­ur starfað í mála­flokki fatl­aðs fólks í rúma tvo ára­tugi, lengst af hjá Ak­ur­eyr­ar­bæ og ver­ið stjórn­andi í 15 ár. Gest­ur hef­ur inn­leitt breyt­ing­ar í sam­ræmi við hug­mynda­fræði um þjón­andi leið­sögn á þeim heim­il­um sem hann hef­ur stýrt og tek­ið þátt í inn­leið­ingu á sta­f­ræn­um lausn­um og vel­ferð­ar­tækni.

Gest­ur er 46 ára og býr í Mos­fells­bæ og er í dag for­stöðu­mað­ur íbúa­kjarn­ans Þver­holts á vel­ferð­ar­sviði Mos­fells­bæj­ar.


Dóra Lind Pálm­ars­dótt­ir hef­ur ver­ið ráð­in leið­togi um­hverf­is og fram­kvæmda á um­hverf­is­sviði og Lár­us Elías­son leið­togi Mos­fellsveitna.

Dóra Lind er með B.Sc. í bygg­inga­tækni­fræði frá Há­skóla Ís­lands og M.Sc. í um­hverf­is- og auð­linda­fræði frá sama skóla. Auk þess hef­ur hún lok­ið diplóma í op­in­berri stjórn­sýslu frá Há­skóla Ís­lands og PMD stjórn­enda­námi frá Há­skól­an­um í Reykja­vík. Dóra starf­ar í dag sem deild­ar­stjóri hjá Fram­kvæmda­sýslu – Rík­is­eign­um. Áður starf­aði Dóra í nokk­ur ár sem leið­togi fram­kvæmda og rekst­urs hjá Veit­um og sem úti­bús­stjóri Verkís í Stykk­is­hólmi.

Dóra Lind er 38 ára göm­ul og býr í Mos­fells­bæ.

Lár­us er með B.Sc. í véla­verk­fræði frá Há­skóla Ís­lands og Dipl.Ing.Mach. í véla­verk­fræði frá há­skól­an­um í Karlsru­he í Þýskalandi. Auk þess er hann með MBA frá Ohio Uni­versity með áherslu á fjár­mála­stjórn­un og al­þjóða­við­skipti. Lár­us hef­ur víð­tæka reynslu af störf­um inn­an orku­geir­ans, bæði inn­an­lands og utan, m.a. hjá fjöl­þjóð­lega fyr­ir­tæk­inu Atlas Copco, þar sem hann starf­aði í sex ár sem fram­kvæmda­stjóri.

Lár­us er 64 ára og starf­ar sem verk­efna­stjóri á um­hverf­is­sviði hjá Mos­fells­bæ.


Á fræðslu og frí­stunda­sviði voru ráðn­ir tveir nýir leið­tog­ar, Þrúð­ur Hjelm í leik­skóla­mál­um og Páll Ás­geir Torfa­son í mál­efn­um grunn­skól­ans.

Þrúð­ur er með B.Ed. í leik­skóla­kenn­ara­fræð­um frá Kenn­ara­há­skóla Ís­lands og Diplómu í sér­kennslu­fræð­um frá sama skóla. Þá er hún með MLM í For­ystu og stjórn­un með áherslu á mannauðs­stjórn­un frá Há­skól­an­um á Bif­röst og vott­aða verk­efna­stjórn­un (Certified Proj­ect Mana­gement Associate) frá EHÍ.

Þrúð­ur hef­ur starfað sem skóla­stjóri, sér­kennslu­stjóri og leik­skóla­kenn­ari und­an­farna ára­tugi og hef­ur því víð­tæka reynslu af störf­um í grunn- og leik­skól­um. Frá 2008 hef­ur Þrúð­ur ver­ið skóla­stjóri í Krika­skóla, sam­þætt­um leik- og grunn­skóla. Áður starf­aði hún sem sér­kennslu­stjóri í leik­skól­an­um Huldu­bergi og að verk­efni á veg­um Mos­fells­bæj­ar sem fólst í styrk­ingu á störf­um sér­kennslu­stjóra í öll­um leik­skól­um bæj­ar­fé­lags­ins.

Þrúð­ur er 58 ára og býr í Mos­fells­bæ. Hún hef­ur ný­lok­ið störf­um sem skóla­stjóri Krika­skóla eft­ir 15 far­sæl ár.

Páll Ás­geir er með B.Ed. og M.Ed. í kennslu­fræði frá Há­skóla Ís­lands. Hann er með diplómu í op­in­berri stjórn­sýslu frá sama skóla, APME í verk­efna­stjórn­un frá Há­skól­an­um í Reykja­vík og leið­toga­nám (Oxford Ex­ecuti­ve Lea­ders­hip programme) frá Oxford há­skóla.

Páll Ás­geir hef­ur víð­tæka reynslu af sta­f­rænni þró­un í skólastarfi sem deild­ar­stjóri sta­f­rænn­ar kennslu og miðl­un­ar hjá Há­skóla Ís­lands. Þar hef­ur hann bor­ið ábyrgð á sta­f­ræn­um kennslu­lausn­um há­skól­ans. Áður starf­aði Páll sem verk­efna­stjóri í sta­f­ræn­um verk­efn­um hjá Reykja­vík­ur­borg þar sem hann vann að inn­leið­ingu á Google Workspace for Educati­on í grunn­skól­um borg­ar­inn­ar. Þá starf­aði Páll sem kenn­ari og stigs­stjóri ung­linga­stigs í Fella­skóla.

Páll Ás­geir er 33 ára og býr í Reykja­vík. Hann er í dag deild­ar­stjóri sta­f­rænn­ar miðl­un­ar hjá Há­skóla Ís­lands.


Alls sóttu 110 ein­stak­ling­ar um störfin, flest­ir um starf skrif­stofu­stjóra um­bóta og þró­un­ar og sviðs­stjóra mannauðs og starfs­um­hverf­is.

Regína Ás­valds­dótt­ir bæj­ar­stjóri seg­ist mjög þakk­lát með þann fjölda ein­stak­linga sem hafi sýnt störf­un­um áhuga. Þá ósk­ar hún nýj­um stjórn­end­um velfarn­að­ar í starfi og vel­komna í öfl­ug­an hóp starfs­fólks og stjórn­enda hjá Mos­fells­bæ.

,,Það er mik­il breidd í þess­um nýja hópi stjórn­enda, bæði mik­il fag­leg reynsla en einn­ig þekk­ing og reynsla af inn­leið­ingu á sta­f­ræn­um lausn­um og af verk­efna­stjórn­un sem er mjög mik­il­vægt gagn­vart þeim tækni áskor­un­um sem sveit­ar­fé­lag­ið stend­ur frammi fyr­ir”.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00