Tónlistarkonan Greta Salóme í samstarfi við Mosfellsbæ ætla að bjóða Grindvíkingum á jólatónleika í félagsheimili Mosfellinga, Hlégarði, sunnudaginn 17. desember kl. 17:00.
Aðgangur verður ókeypis fyrir alla Grindvíkinga og boðið verður upp á heitt kakó og kaffi í hléi.
Sérstakir gestir tónleikanna eru söngvari ársins og leikarinn Björgvin Franz ásamt Júlí Heiðari sem undanfarið hefur stimplað sig rækilega inn á tónlistarsenuna á Íslandi.
Hljómsveit tónleikanna skipa þeir Gunnar Hilmarsson, Óskar Þormarsson og Leifur Gunnarsson. Með Gretu Salóme koma fram söngkonurnar Unnur Birna Björnsdóttir og Lilja Björk Runólfsdóttir.
Um er að ræða hátíðlega og fjölbreytta jólatónleika fyrir alla fjölskylduna.
Hefðbundu jólatónleikar Gretu Salóme fara fram föstudaginn 15. desember kl. 20:00 en aukatónleikar fyrir Grindvíkinga verða haldnir sunnudaginn 17. desember kl. 17:00.
Tengt efni
Menning í mars í Kjarna laugardaginn 22. mars 2025
Blómlegir tímar í Kósí Kjarna
Menningin í Mosfellsbæ lyftir upp andanum í mars
Menning í mars hefur það að markmiði að efla menningarstarf í bænum, gera það sýnilegra og styðja þau sem að því standa við að kynna sig.