Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
21. nóvember 2023

Tón­list­ar­kon­an Greta Salóme í sam­starfi við Mos­fells­bæ ætla að bjóða Grind­vík­ing­um á jóla­tón­leika í fé­lags­heim­ili Mos­fell­inga, Hlé­garði, sunnu­dag­inn 17. des­em­ber kl. 17:00.

Að­gang­ur verð­ur ókeyp­is fyr­ir alla Grind­vík­inga og boð­ið verð­ur upp á heitt kakó og kaffi í hléi.

Sér­stak­ir gest­ir tón­leik­anna eru söngv­ari árs­ins og leik­ar­inn Björg­vin Franz ásamt Júlí Heið­ari sem und­an­far­ið hef­ur stimplað sig ræki­lega inn á tón­list­ar­sen­una á Ís­landi.

Hljóm­sveit tón­leik­anna skipa þeir Gunn­ar Hilm­ars­son, Ósk­ar Þormars­son og Leif­ur Gunn­ars­son. Með Gretu Salóme koma fram söng­kon­urn­ar Unn­ur Birna Björns­dótt­ir og Lilja Björk Run­ólfs­dótt­ir.

Um er að ræða há­tíð­lega og fjöl­breytta jóla­tón­leika fyr­ir alla fjöl­skyld­una.

Hefð­bundu jóla­tón­leik­ar Gretu Salóme fara fram föstu­dag­inn 15. des­em­ber kl. 20:00 en auka­tón­leik­ar fyr­ir Grind­vík­inga verða haldn­ir sunnu­dag­inn 17. des­em­ber kl. 17:00.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00