Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
17. desember 2021

Á hverju ári eru marg­hátt­að­ar fram­kvæmdi á veg­um Mos­fells­bæj­ar auk þess sem unn­ið er að fram­kvæmd­um í sam­vinnu við rík­ið.

Nú stend­ur yfir und­ir­bún­ing­ur vegna við­bygg­ing­ar við Leir­vogstungu­skóla sem mun hýsa eld­hús skól­ans og er gert ráð fyr­ir því að fram­kvæmd­irn­ar hefj­ist um næstu ára­mót.

Þá var 2. og 3. áfangi Helga­fells­skóla tek­inn í notk­un í ág­úst 2021 og hýs­ir skól­inn nú starf­semi fyr­ir börn frá eins árs upp í 10. bekk. Í þess­um áfanga var glæsi­leg­ur sam­komu­sal­ur og sér­greina­stof­ur tekn­ar í notk­un. Þá er und­ir­bún­ing­ur hafi við hönn­un og síð­ar bygg­ingu íþrótta­húss við Helga­fells­skóla.

Loks er hönn­un og bygg­ing nýs leik­skóla í Helga­fellslandi nú í vinnslu en hönn­un skól­ans var boð­in út í ár og stend­ur hönn­un­in nú yfir. Nýi leik­skól­inn mun standa á lóð við Vefara­stræti 2-6 og gert er ráð fyr­ir að fram­kvæmd­in verði boð­in út vor­ið 2022.

Að auki hafa ver­ið í gangi um­fangs­mikl­ar end­ur­bæt­ur á hús­næði Mos­fells­bæj­ar s.s. í íþróttamið­stöð­inni að Varmá þar sem fjór­ir bún­ings­klef­ar hafa ver­ið tekn­ir í gegn og í Krika­skóla þar sem glugg­ar hafa ver­ið end­ur­nýj­að­ir og lagn­ir og dren kring­um skól­ann ásamt end­ur­nýj­un gólf­plötu og gól­f­efna.

Fram­kvæmd­ir í sam­vinnu við rík­ið:

Vest­ur­lands­veg­ur milli Skar­hóla­braut­ar og Langa­tanga var tvö­fald­að­ur á síð­asta ári og nú er í út­boði tvö­föld­un næsta kafla milli Langa­tanga og Þver­holts. Á þeim kafla er gert ráð fyr­ir breikk­un veg­ar­ins með mið­deil­ir sem og að koma fyr­ir nýrri af­rein að Sunnukrika. Gert er ráð fyr­ir að þeim fram­kvæmd­um ljúki á næsta ári.

Sam­göngu­stíg­ur í gegn­um Æv­in­týra­garð frá Brú­ar­landi að Leir­vogstungu­hverfi er nú á loka­metr­un­um, en gert ráð fyr­ir að verk­inu ljúki næsta vor með yf­ir­borðs­frá­gangi með­fram stígn­um. Stíg­ur­inn er tvö­fald­ur þar sem hjól­arein­ar í sitt­hvora átt­ina eru ann­ars veg­ar en göngu­stíg­ur hins veg­ar.

Þá er unn­ið að und­ir­bún­ingi bygg­ing­ar 44 nýrra hjúkr­un­ar­rýma við hjúkr­un­ar­heim­il­ið Hamra og stefnt er að því að fram­kvæmd­ir hefj­ist á ár­inu 2022.

Mynd: Hall­dóra Braga­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri Kanon arki­tekta sem fer með hönn­un nýs leik­skóla og Har­ald­ur Sverris­son bæj­ar­stjóri skrifa und­ir.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00