Mosfellsbær vill kanna áhuga fyrirtækja og annarra aðila til samstarfs um uppbyggingu nýrrar þjónustu- og aðkomubyggingar við íþróttamiðstöðina að Varmá. Núverandi þarfagreining gerir ráð fyrir 1.600 m2 fyrir starfsemi Aftureldingar og Mosfellsbæjar en heildarstærð byggingarinnar getur orðið allt að 3.000 m2.
Markmiðið með þjónustu- og aðkomubyggingu er að bæta þjónustu á íþróttasvæðinu að Varmá og auka nýtingarmöguleika eldri mannvirkja. Byggingin skal m.a. rúma búningsklefa, félagsaðstöðu, geymslur, starfsmannaaðstöðu auk þess að bæta aðstöðu og aðgengi fyrir alla gesti.
Þar sem möguleiki er á að byggja allt að 1.400 m2 viðbótarrými vill bærinn eiga samtal við og kanna áhuga einstaka rekstraraðila á að vera með rekstur í þeim hluta hússins.
Leitað er að:
- Rekstraraðilum sem eru áhugasamir um rekstur í þjónustu- og aðkomubyggingu sem samræmist skipulagslegum forsendum íþróttasvæðisins að Varmá.
- Áhugasömum samstarfsaðila til að taka þátt í uppbyggingu nýrrar þjónustu- og aðkomubyggingar.