Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
24. september 2024

Mos­fells­bær vill kanna áhuga fyr­ir­tækja og ann­arra að­ila til sam­starfs um upp­bygg­ingu nýrr­ar þjón­ustu- og að­komu­bygg­ing­ar við íþróttamið­stöð­ina að Varmá. Nú­ver­andi þarf­agrein­ing ger­ir ráð fyr­ir 1.600 m2 fyr­ir starf­semi Aft­ur­eld­ing­ar og Mos­fells­bæj­ar en heild­ar­stærð bygg­ing­ar­inn­ar get­ur orð­ið allt að 3.000 m2.

Mark­mið­ið með þjón­ustu- og að­komu­bygg­ingu er að bæta þjón­ustu á íþrótta­svæð­inu að Varmá og auka nýt­ing­ar­mögu­leika eldri mann­virkja. Bygg­ing­in skal m.a. rúma bún­ings­klefa, fé­lags­að­stöðu, geymsl­ur, starfs­manna­að­stöðu auk þess að bæta að­stöðu og að­gengi fyr­ir alla gesti.

Þar sem mögu­leiki er á að byggja allt að 1.400 m2 við­bót­ar­rými vill bær­inn eiga sam­tal við og kanna áhuga ein­staka rekstr­ar­að­ila á að vera með rekst­ur í þeim hluta húss­ins.

Leitað er að:

  • Rekstr­ar­að­il­um sem eru áhuga­sam­ir um rekst­ur í þjón­ustu- og að­komu­bygg­ingu sem sam­ræm­ist skipu­lags­leg­um for­send­um íþrótta­svæð­is­ins að Varmá.
  • Áhuga­söm­um sam­starfs­að­ila til að taka þátt í upp­bygg­ingu nýrr­ar þjón­ustu- og að­komu­bygg­ing­ar.
Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00