Nú hefur nýtt og samræmt flokkunarkerfi fyrir heimilissorp verið innleitt á höfuðborgarsvæðinu. Nýja kerfinu fylgja breytingar á grenndarstöðvum.
Undirbúningur og vinna er hafin við nýja grenndarstöð við Bogatanga. Þar verður fullbúin grenndarstöð með móttökugáma fyrir textíl, málma, gler, pappa, plastumbúðir auk skilaskildar umbúðir. Sett verður upp girðing, lýsing og gámum komið snyrtilega fyrir. Blómakerjum verður komið fyrir með sumrinu. Síðar má gera ráð fyrir breyttum yfirborðsfrágangi svæðisins í heild sinni á grundvelli samþykktrar skipulagsbreytingar frá árinu 2021.
Með nýju flokkunarkerfi flokka íbúar heimilisúrgang í fleiri flokka en áður en sveitarfélögum er skylt að safna pappír, plasti, matarleifum og blönduðum úrgangi við hvert heimili. Íbúar geta því skilað öðrum flokkuðum úrgangi til endurvinnslu sem ekki er sóttur beint til íbúa í grenndargáma eða í endurvinnslustöðvar.