Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
28. nóvember 2023

Nú hef­ur nýtt og sam­ræmt flokk­un­ar­kerfi fyr­ir heim­il­iss­orp ver­ið inn­leitt á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Nýja kerf­inu fylgja breyt­ing­ar á grennd­ar­stöðv­um.

Und­ir­bún­ing­ur og vinna er hafin við nýja grennd­ar­stöð við Bo­ga­tanga. Þar verð­ur full­bú­in grennd­ar­stöð með mót­tökugáma fyr­ir tex­tíl, málma, gler, pappa, plast­umbúð­ir auk skila­skild­ar um­búð­ir. Sett verð­ur upp girð­ing, lýs­ing og gám­um kom­ið snyrti­lega fyr­ir. Blóma­kerj­um verð­ur kom­ið fyr­ir með sumr­inu. Síð­ar má gera ráð fyr­ir breytt­um yf­ir­borðs­frá­gangi svæð­is­ins í heild sinni á grund­velli sam­þykktr­ar skipu­lags­breyt­ing­ar frá ár­inu 2021.

Með nýju flokk­un­ar­kerfi flokka íbú­ar heim­il­isúrg­ang í fleiri flokka en áður en sveit­ar­fé­lög­um er skylt að safna papp­ír, plasti, mat­ar­leif­um og blönd­uð­um úr­gangi við hvert heim­ili. Íbú­ar geta því skilað öðr­um flokk­uð­um úr­gangi til end­ur­vinnslu sem ekki er sótt­ur beint til íbúa í grennd­argáma eða í end­ur­vinnslu­stöðv­ar.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-12:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00