Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Það þarf eng­um að leið­ast í Mos­fells­bæ í sum­ar enda líf og fjör í bæn­um.

Það þarf eng­um að leið­ast í Mos­fells­bæ í sum­ar enda líf og fjör í bæn­um.

Á Stekkj­ar­flöt er stórt svæði með leik­tækj­um og þar er einn­ig að finna Ærslabelg sem er op­inn frá kl. 10:00 – 22:00. Að auki er strand­bla­kvöll­ur stað­sett­ur ná­lægt Íþróttamið­stöð­inni að Varmá og sér blak­deild Aft­ur­eld­ing­ar um bók­an­ir og um­sjón með vell­in­um.

Þá hef­ur ver­ið sett­ur nið­ur fast­ur heilsu­efl­andi rat­leik­ur fyr­ir alla fjöl­skyld­una í Reykjalund­ar­skógi.

Í Mosó er að finna tvær frá­bær­ar sund­laug­ar, Lága­fells­laug og Varmár­laug, þar sem börn og full­orðn­ir á öll­um aldri geta not­ið góða veð­urs­ins. Ná­lægð­in við nátt­úr­una ger­ir íbú­um líka fært að njóta úti­vist­ar af ýmsu tagi auk þess sem hægt er að finna göngu­leið­ir við allra hæfi í ná­grenni bæj­ar­ins.

Í Æv­in­týra­garð­in­um eru marg­vís­leg klif­ur- og þrauta­tæki sem og ann­ar Ærslabelg­ur. Þar er líka níu holu fris­bí­golf­völl­ur. Völl­ur­inn er fjöl­breytt­ur og býð­ur upp á mis­hæð­ir og gróð­ur.

Ekki má gleyma öll­um þeim áhuga­verðu við­burð­um sem standa yfir í Mos­fells­bæ.

Lista­sal­ur Mos­fells­bæj­ar

Sýn­ing Söru Bjark­ar Hauks­dótt­ur, Vinn, vinn, stend­ur yfir til 31. júlí. Þetta er fyrsta einka­sýn­ing Söru á Ís­landi en hún hef­ur tek­ið þátt í fjölda sam­sýn­inga hér­lend­is sem og í Sví­þjóð en þar hef­ur hún einn­ig sett upp tvær einka­sýn­ing­ar.

Lista­sal­ur Mos­fells­bæj­ar er stað­sett­ur inn af Bóka­safni Mos­fells­bæj­ar, Kjarna, Þver­holti 2. Opið er kl. 12:00-18:00 á virk­um dög­um og kl. 12:00-16:00 á laug­ar­dög­um.

Ilm­banki ís­lenskra jurta

Iilmupp­lif­un­ar­sýn­ing um ang­an ís­lenskr­ar nátt­úru. Sýn­ing­in er byggð á rann­sókn­ar­vinnu Nord­ic ang­an sem fólgst í að fanga ang­an ís­lenskr­ar flóru með því að eima plönt­ur og tré til að ná úr þeim ilm­kjarna­olíu. Komdu og upp­lifðu ang­an ís­lenskr­ar nátt­úru á skemmti­leg­an og óvenju­leg­an hátt með því að örva lykt­ar­skyn­fær­ið!

Sýn­ing­in er opin á laug­ar­dög­um og sunnu­dög­um frá kl. 12:00-17:00. Að­gangs­eyr­ir er 1.200 kr.

Sýn­ing­in er stað­sett við Ála­fossveg 27, bak­hús, 270 Mos­fells­bæ.

Úti­mark­að­ur Mos­skóga

Á úti­mark­aði Mos­skóga í Mos­fells­dal er hægt að kaupa varn­ing frá rækt­end­um og fram­leið­end­um í ná­grenn­inu. Þar má nefna líf­rænt ræktað græn­meti og ber, heima­gerð­ar sult­ur og mauk, nýbakað brauð, sil­ung frá Heiða­bæ og rós­ir frá Dals­garði.

Úti­mark­að­ur Mos­skóga í Mos­fells­dal, Dals­garði 1, 271 Mos­fells­bæ.

Opið á laug­ar­dög­um í júlí, ág­úst og fram í sept­em­ber frá kl. 10:00-15:00.

Stofu­tón­leik­ar á Gljúfra­steini

Stofu­tón­leik­ar Gljúfra­steins eru haldn­ir hvern sunnu­dag í sum­ar, til 30. ág­úst. Mið­ar eru seld­ir í safn­búð Gljúfra­steins sam­dæg­urs og kosta 2.500 kr.

  • 19. júlí – Hips­um­haps
  • 26. júlí – Björg Brjáns­dótt­ir
  • 2. ág­úst – Sigrún
  • 9. ág­úst – Vii­bra flautu­hóp­ur
  • 16. ág­úst – Hall­veig Rún­ars­dótt­ir og Árni Heim­ir Ing­ólfs­son
  • 23. ág­úst – Anna Gréta Sig­urð­ar­dótt­ir
  • 30. ág­úst – GÓSS

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00