Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
11. mars 2019

Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar af­greiddi fyr­ir­komulag frí­stunda­styrkja til íbúa í Mos­fells­bæ sem eru 67 ára og eldri á fundi sín­um þann 14. fe­brú­ar.

Markmið nið­ur­greiðsl­unn­ar er að auð­velda þess­um ald­urs­hóp­um að sækja sér heilsu­efl­andi frí­tíma­þjón­ustu sem hent­ar hverj­um og ein­um.

Mos­fells­bær er heilsu­efl­andi sam­fé­lag þar sem lögð er rík áhersla á hreyf­ingu, líð­an, lífs­gæði og for­varn­ir auk nær­ing­ar. Rann­sókn­ir stað­festa að hreyf­ing og tóm­stunda­iðk­un eru mik­il­væg­ir for­varna­þætt­ir sem geta stuðlað að aukn­um lífs­gæð­um og heil­brigði án til­lits til ald­urs.

Regl­ur um nið­ur­greiðsl­ur til eldra fólks í Mos­fells­bæ eru eft­ir­far­andi:

  • Upp­hæð nið­ur­greiðslu fyr­ir árið 2019 er kr. 10.000.- og er tíma­bil­ið frá 1. janú­ar til 31. des­em­ber ár hvert.
  • Um­sækj­andi þarf að vera með lög­heim­ili í Mos­fells­bæ. Sótt er um nið­ur­greiðsl­una í gegn­um þjón­ustugátt Mos­fells­bæj­ar. Skila þarf inn kvitt­un fyr­ir út­lögð­um kostn­aði vegna þátt­töku­gjalda á þjón­ustugátt eða í þjón­ustu­ver Mos­fells­bæj­ar, Þver­holti 2.
  • Greiðsl­ur eru lagð­ar inn á reikn­ing um­sækj­anda eft­ir að um­sókn og gildri kvitt­un hef­ur ver­ið skilað inn. Kvitt­un skal ekki vera eldri en 6 mán­aða. Greitt er út fjór­um sinn­um á ári; 15.mars, 15. júní, 15. sept­em­ber og 15. des­em­ber.
  • Hreyfi- og tóm­stunda­til­boð eða nám­skeið skulu að lág­marki vara í 4 vik­ur og vera stýrt af við­ur­kennd­um leið­bein­end­um eða kenn­ur­um.
  • Á þjón­ustugátt Mos­fells­bæj­ar er listi yfir skráð fé­lög/fé­laga­sam­tök/fyr­ir­tæki/ein­stak­linga en hafa ber í huga að list­inn er þó ekki tæm­andi. Vin­sam­leg­ast haf­ið sam­band við þjón­ustu­ver eða send­ið fyr­ir­spurn­ir á fri­stund­mos@mos.is ef óskað er eft­ir að fleiri að­il­ar verði gjald­geng­ir vegna nið­ur­greiðslna.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00