Fulltrúar aðgerðarstjórnar og Sökkviliðs höfuðborgarsvæðisins afhentu Haraldi Sverrissyni bæjarstjóra og fulltrúum neyðarstjórnar Mosfellsbæjar tvær Tetra talstöðvar þriðjudaginn 13. mars.
Neyðarstjórn Mosfellsbæjar hefur verið starfandi síðan árið 2014 og er hún virkjuð ef náttúruvá ógnar öryggi, t.d. vegna eldsumbrota, jarðskjálfta og flóða, þegar umhverfi og heilsu er ógnað og þegar tæknivá eða annars konar hættuástand ógnar öryggi og innviðum samfélagsins. Talstöðvunum er ætlað að auðvelda samskipti neyðarstjórnarinnar við til að mynda aðgerðarstjórn á neyðartímum.
Á myndinni eru: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, Tómas Guðberg Gíslason, Arnar Jónsson, Linda Udengard, Haraldur Sverrisson, Unnur Ingólfsdóttir, Lárus Petersen hjá Slökkviliðinu, Þorsteinn Sigvaldason, Hugrún Ósk Ólafsdóttir og Pétur Lockton.