Hópur nemenda úr Kvíslarskóla og Lágafellsskóla tók þátt í stærðfræðikeppni grunnskólanna sem haldin var í Borgarholtsskóla.
Þátttakendur voru frá skólum í Breiðholti, Grafarholti, Grafarvogi, Árbæ, Kjalarnesi og Mosfellsbæ. Úrslit voru tilkynnt 5.mars og enduðu samanlagt 14 nemendur úr Kvíslarskóla og Lágafellsskóla í verðlaunasætum.
Úr Kvíslarskóla voru það Einar Logi, Sverrir, Lea og Steinar og úr Lágafellsskóla Adam, Gunnar Darri, Siguður Orri, Svana Marie, Sara Fanney, Anna Bryndís, Embla Maren, Ólafur Haukur, Sara María og Hákon.
Mosfellsbær óskar þessum nemendum innileg til hamingju með góðan árangur.
Mynd 1. Einar Logi, Sverrir, Lea og Steinar.
Mynd 2. Frá vinstri: Adam, Gunnar Darri, Orri, Svana Marie, Sara Fanney, Anna Bryndís, Embla Maren, Ólafur Haukur, Sara María og Hákon.