Tveir vinabekkir 1.B og 8.B úr Helgafellsskóla plöntuðu birkiplöntum úr Yrkjusjóði nálægt Köldukvísl nýlega.
Yrkjusjóður úthlutar trjáplöntum til grunnskólabarna sem sjóður æskunnar til ræktunar landsins og er það Skógræktarfélag Íslands sem hefur umsjón með sjóðnum. Grunnskólar í Mosfellsbæ hafa í gegnum tíðina gróðursett plöntur frá sjóðnum og í þetta skiptið var það Helgafellsskóli sem vann þetta góða samvinnuverkefni.