Í tengslum við þemaviku í Helgafellsskóla, „Ég hef áhrif”, komu sex nemendur úr 6. bekk og afhentu fulltrúum skipulagsfulltrúa afrakstur verkefnavinnu sinnar með beiðni um að aðgengismál fatlaðra í Mosfellsbæ yrðu sett í forgang.
Verkefni þeirra fólst í að kanna aðgengismál fatlaðra m.a. í Helgafellshverfi og Löndunum. Tvær úr hópnum eru í hjólastól og var farið um hverfin og aðstæður skoðaðar með hliðsjón af því hvernig aðgengi væri fyrir notendur hjólastóla.
Skipulagsfulltrúi/skipulagsnefnd mun taka verkefnið þeirra til skoðunar.
Tengt efni
Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í Helgafellsskóla 27. mars 2025
Helgafellsskóli hlaut Íslensku menntaverðlaunin 2024
Mosfellsbær óskar Helgfellsskóla innilega til hamingju með Íslensku menntaverðlaunin fyrir framúrskarandi þróunarverkefni.
Gönguskíðakennsla fyrir nemendur leikskóladeildar Helgafellsskóla
Nemendur í leikskóladeild Helgafellsskóla hafa fagnað miklum snjó undanfarið og notið sín á gönguskíðum í útikennslu.