Oft er rætt um að brúa þurfi bilið á milli kynslóða samtímans.
Í því sambandi hefur Varmárskóli nú boðið upp á nýjan valáfanga fyrir eldri nemendur skólans, sem felst í því að þeir kenna eldri borgurum á tölvur. Fjölmargt verður tekið fyrir, s.s. kennsla á fésbókina, ritvinnsla, netnotkun, vinnsla á myndum o.fl. Um er að ræða samstarf milli eldri borgara og Varmárskóla og er kennslan eldri borgurum að kostnaðarlausu.
Kennslan hefur gengið mjög vel og hafa eldri borgarar haft á orði að unglingarnir séu góðir kennarar og til mikillar fyrirmyndar.