Þegar rýnt er í niðurstöður Pisa könnunar sem rædd hefur verið mikið síðustu daga kemur í ljós að árangur nemenda í Mosfellsbæ batnar frá síðustu mælingu.
Samkvæmt niðurstöðunum hefur gengi Mosfellsbæjar verið jafnt og þétt upp á við frá árinu 2006. Nemendur í Mosfellsbæ standa framar í læsi og stærðfræðilæsi en að meðaltali í bæjum og borgum á Norðurlöndum að sambærilegri stærð.
Enn vantar nokkuð upp á árangur í vísindalæsi á Íslandi miðað við Norðurlönd en nemendum í grunnskólum Mosfellsbæjar fer jafnt og þétt fram. Mikilvægt er að halda því til haga þegar vel gengur og eru skólastjórnendur í Mosfellsbæ afar stolt af árangri nemenda og kennara í skólum bæjarins. Mosfellsbær stendur nú vel að vígi í samanburði við sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Áfram verður lögð áhersla á að fylgja eftir þessum góða árangri.