Námskeiðið Börn og umhverfi verður haldið hjá Rauða krossinum í Mosfellsbæ dagana 17., 18., 19. og 20. maí kl. 17 – 20.
Námskeiðið er ætlað ungmennum fæddum á árinu 2004 og eldri. Kennsla fer fram í húsnæði Rauða krossins í Mosfellsbæ, Þverholti 7 og skiptist á fjögur kvöld.
- Þriðjudagur 17. maí kl. 17 – 20
- Miðvikudagur 18. maí kl. 17 – 20
- Fimmtudagur 19. maí kl. 17 – 20
- Föstudagur 20. maí kl. 17 – 20
Á námskeiðinu er farið í ýmsa þætti sem varða umgengni og framkomu við börn. Rætt er um árangursrík samskipti, aga, umönnun og hollar lífsvenjur, leiki og leikföng. Lögð er áhersla á umfjöllun um slysavarnir og algengar slysahættur í umhverfinu ásamt kennslu í skyndihjálp. Að auki fá þátttakendur innsýn í sögu og starf Rauða krossins. Þátttakendur fá viðurkenningu að námskeiði loknu.
- Námskeiðsgjald er kr. 9.900 og öll námskeiðsgögn eru innifalin.
- Leiðbeinendur eru Ása Jakobsdóttir leikskólakennari og Arna Garðarsdóttir hjúkrunarfræðingur.
- Gott er að taka með sér hollt nesti fyrir pásu.
Skráning á vef Rauða krossins. Skráið nafn og kennitölu barnsins áður en farið er á greiðslusíðu Valitors.
Athugið: Þátttökugjald er ekki endurgreitt ef styttra en þrír dagar eru í námskeið og læknisvottorð liggur ekki fyrir. Eftir að námskeiðið er hafið er þátttökugjald ekki endurgreitt.