Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
18. ágúst 2022

Fé­lags­mála- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­ið hef­ur ákveð­ið að fara í átak varð­andi kennslu í tölvu­læsi fyr­ir eldri borg­ara.

Um er að ræða sér­sniðna kennslu sem hjálp­ar fólki um allt land að nýta sér ra­f­ræna þjón­ustu og sam­skipti á net­inu með það að mark­miði að draga úr fé­lags­legri ein­angr­un, læra að njóta af­þrey­ing­ar á net­inu og auka notk­un á þjón­ustu­síð­um.

Nám­skeið­in eru fyr­ir fólk eldra en 60 ára sem hef­ur þörf á kennslu í tæknilæsi á snjall­tæki, t.d spjald­tölv­ur og snjallsíma. Mark­mið­ið er að kenna fólki notk­un ra­f­rænna skil­ríkja og á vef­síð­ur sem nota þau, notk­un tölvu­pósta, heima­banka, net­verslun og ýmis fræðsla um sam­fé­lags­miðla og efn­isveit­ur.

Promennt mun sjá um þessi nám­skeið fyr­ir íbúa Mos­fells­bæj­ar. Nám­skeið­in verða hald­in fjór­um sinn­um, í tvo tíma í senn, í borðsal Eir­hamra, þriðju­daga og fimmtu­daga kl. 13:00-15:00.

Um er að ræða tvö að­skilin nám­skeið, ann­ars veg­ar fyr­ir þá sem eiga Apple síma og/eða tölv­ur og hins veg­ar fyr­ir Android (t.d. Sam­s­ung og LG). Hámark 8 þátt­tak­end­ur á hvert nám­skeið. Nám­skeið­ið er ókeyp­is.

Fyrsta nám­skeið­ið verð­ur fyr­ir Apple not­end­ur og fer fram þann 20. sept­em­ber. Skrán­ing er hafin á elvab@mos.is eða í síma 698-0090.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00