Félagsmála- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur ákveðið að fara í átak varðandi kennslu í tölvulæsi fyrir eldri borgara.
Um er að ræða sérsniðna kennslu sem hjálpar fólki um allt land að nýta sér rafræna þjónustu og samskipti á netinu með það að markmiði að draga úr félagslegri einangrun, læra að njóta afþreyingar á netinu og auka notkun á þjónustusíðum.
Námskeiðin eru fyrir fólk eldra en 60 ára sem hefur þörf á kennslu í tæknilæsi á snjalltæki, t.d spjaldtölvur og snjallsíma. Markmiðið er að kenna fólki notkun rafrænna skilríkja og á vefsíður sem nota þau, notkun tölvupósta, heimabanka, netverslun og ýmis fræðsla um samfélagsmiðla og efnisveitur.
Promennt mun sjá um þessi námskeið fyrir íbúa Mosfellsbæjar. Námskeiðin verða haldin fjórum sinnum, í tvo tíma í senn, í borðsal Eirhamra, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 13:00-15:00.
Um er að ræða tvö aðskilin námskeið, annars vegar fyrir þá sem eiga Apple síma og/eða tölvur og hins vegar fyrir Android (t.d. Samsung og LG). Hámark 8 þátttakendur á hvert námskeið. Námskeiðið er ókeypis.
Fyrsta námskeiðið verður fyrir Apple notendur og fer fram þann 20. september. Skráning er hafin á elvab@mos.is eða í síma 698-0090.
Tengt efni
Opið hús fyrir eldri borgara Mosfellsbæjar
Gott að eldast í Mosfellsbæ
Heilsa og hugur fyrir 60+ byrjar 12. september 2022
Mánudaginn 12. september byrjar námskeiðið Heilsa og hugur fyrir íbúa Mosfellsbæjar sem eru 60 ára og eldri.