Opið er fyrir umsóknir um stofnframlög til byggingar og kaupa á almennum íbúðum til að stuðla að því að í sveitarfélaginu verði í boði leiguíbúðir á viðráðanlegu verði fyrir leigjendur sem eru undir tilteknum tekju- og eignamörkum.
Umsóknarfrestur er til 17. apríl 2023.
Umsóknum skal skilað á rafrænu formi á þjónustugátt Mosfellsbæjar. Með umsókn skal skila upplýsingum og gögnum í samræmi við reglur Mosfellsbæjar um stofnframlög.
Umsækjendur um stofnframlög Mosfellsbæjar skulu einnig sækja um stofnframlög ríkisins hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Staðfesting frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun um að umsókn hafi borist stofnuninni skal berast eigi síðar en 7 dögum eftir að auglýstur umsóknarfrestur Mosfellsbæjar rennur út.
Heimilt er að synja umsókn hafi nauðsynleg gögn ekki borist innan auglýsts umsóknarfrests.
Tengt efni
Umsóknir óskast í Klörusjóð fyrir árið 2023
Nýsköpunar- og þróunarsjóður skóla- og frístundastarfs í Mosfellsbæ.
Fjárframlög til lista- og menningarstarfsemi 2023 - Hægt að sækja um til og með 1. mars
Menningar- og lýðræðisnefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna listviðburða og menningarmála árið 2023.
Styrkir til efnilegra ungmenna í Mosfellsbæ 2023 - Umsóknarfrestur til 2. mars
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum vegna úthlutunar styrkja til efnilegra ungmenna sem leggja stund á íþróttir, tómstundir eða listir yfir sumartímann.