Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Regl­ur Mos­fells­bæj­ar um stofn­fram­lög.

1. gr. Gild­is­svið

Heim­ilt er að veita stofn­fram­lög skv. lög­um um al­menn­ar íbúð­ir nr. 52/2016 til bygg­ing­ar eða kaupa á al­menn­um íbúð­um í Mos­fells­bæ til að stuðla að því að í boði í sveit­ar­fé­lag­inu verði leigu­íbúð­ir á við­ráð­an­legu verði fyr­ir leigj­end­ur sem eru und­ir þeim tekju- og eigna­mörk­um sem kveð­ið er á um í lög­un­um.

Um veit­ingu stofn­fram­laga gilda lög um al­menn­ar íbúð­ir, reglu­gerð nr. 555/2016 um stofn­fram­lög rík­is og sveit­ar­fé­laga, hús­næð­is­sjálf­seign­ar­stofn­an­ir og al­menn­ar íbúð­ir og regl­ur þess­ar.

2. gr. Ábyrgð og verka­skipt­ing

Sér­stök mats­nefnd skip­uð full­trú­um fjöl­skyldu­sviðs, um­hverf­is­sviðs og fjár­mála­stjóra fer yfir um­sókn­ir um stofn­fram­lög og ger­ir til­lögu til bæj­ar­ráðs um af­greiðslu þeirra á grund­velli gild­andi laga og reglna. Mats­nefnd er heim­ilt að leita fag­legr­ar ráð­gjaf­ar inn­an og utan Mos­fells­bæj­ar.

Bæj­ar­ráð af­greið­ir til­lög­ur mats­nefnd­ar um veit­ingu stofn­fram­laga. Ein­ung­is er heim­ilt að veita stofn­fram­lög séu fjár­heim­ild­ir fyr­ir þeim. Bæj­ar­stjórn stað­fest­ir af­greiðslu bæj­ar­ráðs.

3. gr. Skil­yrði til um­sækj­enda

Ein­göngu er heim­ilt að veita stofn­fram­lög til eft­ir­tal­inna að­ila:

  1. Hús­næð­is­sjálf­seign­ar­stofn­ana skv. lög­um um al­menn­ar íbúð­ir.
  2. Sveit­ar­fé­laga og lög­að­ila sem eru al­far­ið í eigu Mos­fells­bæj­ar.
  3. Lög­að­ila sem voru starf­andi fyr­ir gildis­töku laga um al­menn­ar íbúð­ir og upp­fylltu skil­yrði til að fá lán frá Íbúðalána­sjóði skv. þá­gild­andi 37. gr. laga nr. 44/1998 um hús­næð­is­mál.
  4. Ann­arra lög­að­ila sem ráð­herra hef­ur heim­ilað að verði veitt stofn­fram­lag enda séu þeir ekki rekn­ir í hagn­að­ar­skyni og það sam­ræm­ist til­gangi og mark­mið­um laga um al­menn­ar íbúð­ir.

Ein­göngu heim­ilt að veita stofn­fram­lög til um­sækj­enda sem hafa uppi áform um bygg­ingu að kaup á íbúð­ar­hús­næði sem ætlað er leigj­end­um sem eru und­ir þeim tekju- og eigna­mörk­um sem til­greind eru í lög­um um al­menn­ar íbúð­ir og sem skila inn full­nægj­andi um­sókn með þeim fylgigögn­um sem kveð­ið er á um í 4. gr. reglna þess­ara.

Mos­fells­bær veit­ir ein­ung­is stofn­fram­lög vegna áforma sem eru í sam­ræmi við markmið Mos­fells­bæj­ar um hús­næð­is­upp­bygg­ingu/hús­næð­isáætlun að teknu til­liti til þarf­ar slíks hús­næð­is í sveit­ar­fé­lag­inu.

Ekki verð­ur veitt stofn­fram­lag til um­sækj­anda sem eru í van­skil­um með op­in­ber gjöld eða líf­eyr­is­sjóðsið­gjöld á um­sókn­ar­degi. Þá verð­ur ekki veitt stofn­fram­lag til um­sækj­enda ef um­sækj­andi, for­ráða­menn og/eða stofn­end­ur hans eru gjald­þrota­skipt­um eða slita­með­ferð, hafi feng­ið heim­ild til nauða­samn­inga eða greiðslu­stöðv­un­ar eða upp­fylli skil­yrði þess að vera í slíkri með­ferð, eða ef um­sækj­andi, for­ráða­menn og/eða stofn­end­ur hans hafa ver­ið sekt­að­ir eða dæmd­ir til refs­ing­ar með end­an­leg­um dómi fyr­ir brot í at­vinnu­starf­semi, s.s. vegna bók­halds­brota, skatta­laga­brota eða sam­bæri­legra brota.

Upp­fylli um­sækj­andi ekki fram­an­greind skil­yrði skal um­sókn hans hafn­að.

4. gr. Um­sókn um stofn­fram­lag

Mos­fells­bær aug­lýs­ir eft­ir um­sókn­um um stofn­fram­lög. Um­sókn sem berst eft­ir að um­sókn­ar­frest­ur renn­ur út verð­ur ekki tekin til um­fjöll­un­ar. Um­sókn­um skal skilað á ra­f­rænu formi á vef Mos­fells­bæj­ar.

Í um­sókn skal a.m.k. koma fram eft­ir­far­andi:

  1. Hver um­sækj­andi er og stofn­end­ur um­sækj­anda. Stofn­gögn fé­lags­ins, stað­fest­ing ráð­herra á fé­lag­inu og stað­fest­ing sjálf­seign­ar­stofn­un­ar­skrár ef við á.
  2. Fjöldi, gerð, stað­setn­ing og stærð íbúða sem fyr­ir­hug­að er að byggja eða kaupa.
    Fram­kvæmdaráætlun og fram­kvæmda­tími, ef við á.
  3. Áætlað stofn­virði þeirra íbúða sem fyr­ir­hug­að er að byggja eða kaupa með ná­kvæmri sund­urlið­un, stað­fest af sér­fræð­ingi ef við á.
  4. Hvaða hópi hús­næð­inu er ætlað að þjóna ásamt upp­lýs­ing­um um tekju­dreif­ingu og áætl­að­ar með­al­tekj­ur hóps­ins eft­ir því sem kost­ur er á.
  5. Grein­ar­gerð um þörf á leigu­hús­næði á við­kom­andi svæði og hvern­ig áætlan­ir um fyr­ir-hug­að­ar bygg­ing­ar eða kaup á al­menn­um íbúð­um taka mið af þeirri þörf, eft­ir at­vik­um með hlið­sjón af hús­næð­isáætlun Mos­fells­bæj­ar.
  6. Hvort sótt sé um við­bótar­fram­lag.
  7. Grein­ar­gerð um hvort og hvern­ig hag­kvæm­ar að­ferð­ir við íbúða­bygg­ing­ar eru nýtt­ar í því skyni að lækka bygg­ing­ar­kostn­að og hvort og þá hvern­ig er lögð áhersla á skap­andi og hug­vits­sam­leg­ar lausn­ir og góða hönn­un íbúð­anna.
  8. Ann­að það sem nauð­syn­legt er til þess að unnt sé að taka af­stöðu til um­sókn­ar.

Með um­sókn skal leggja fram eft­ir­far­andi gögn:

  1. Grein­ar­gerð um um­sækj­anda og eft­ir at­vik­um sam­þykkt­ir og síð­asti árs­reikn­ing­ur um­sækj­anda.
  2. Stað­fest­ing fjár­mögn­un­ar frá við­skipta­banka eða fjár­mála­stofn­un, láns­tími, kjör og fjár­hæð og hlut­fall af stofn­kostn­aði og stað­fest­ing brú­ar­fjármögn­un­ar ef við á.
  3. Við­skipta­áætlun, fyr­ir hverja íbúð, sem inn­held­ur leigu­verð og áætlun um þró­un þess, lýs­ingu á for­send­um um tekj­ur og gjöld og við­halds­þörf íbúða og önn­ur þau at­riði sem nauð­syn­leg eru til að hægt sé að taka af­stöðu til um­sókn­ar.
  4. Sér­stak­ur rök­stuðn­ing­ur fyr­ir þörf á við­bótar­fram­lagi, ef við á.
  5. Kaup­samn­ing­ur, áætlan­ir um end­ur­bæt­ur eða verk­samn­ing­ur, ef við á.
  6. Vil­yrði um lóð eða stað­fest­ing á eign­ar­haldi á lóð þeg­ar við á.
  7. Skila­lýs­ing með upp­drætti af teg­und íbúða og lýs­ingu á sam­eign og bíla­stæð­um þeg­ar við á.
  8. Stað­fest­ing skipu­lags­full­trúa á því að áform um­sækj­anda séu í sam­ræmi við gild­andi skipu­lag þeg­ar við á.
  9. Stað­fest­ing frá við­kom­andi yf­ir­völd­um um að um­sækj­andi sé ekki í van­skil­um með op­in­ber gjöld, dag­sett inn­an 30 daga frá dag­setn­ingu um­sókn­ar.
  10. Stað­fest­ing frá við­kom­andi yf­ir­völd­um um að um­sækj­andi, for­ráða­menn og/eða stofn­end­ur hans séu ekki í gjald­þrota­skipt­um eða slita­með­ferð, hafi feng­ið heim­ild til nauða­samn­inga eða greiðslu­stöðv­un­ar eða upp­fylli skil­yrði þess að vera í slíkri með­ferð.
  11. Stað­fest­ing frá líf­eyr­is­sjóði/sjóð­um um að um­sækj­andi sé ekki í van­skil­um með líf­eyr­is­sjóðsið­gjöld, dag­sett inn­an 30 daga frá um­sókn.
  12. Skrif­lega yf­ir­lýs­ingu þess efn­is að um­sækj­andi, for­ráða­menn og/eða stofn­end­ur hans hafi ekki ver­ið sekt­að­ir eða dæmd­ir til refs­ing­ar með end­an­leg­um dómi fyr­ir brot í at­vinnu­starf­semi, s.s. vegna bók­halds­brota, skatta­laga­brota eða sam­bæri­legra brota.
  13. Ann­að það sem nauð­syn­legt er til þess að unnt sé að taka af­stöðu til um­sókn­ar.

Mos­fells­bær get­ur óskað eft­ir frek­ari gögn­um ef þörf er á til að unnt sé að taka af­stöðu til um­sókn­ar.

Heim­ilt er að synja um­sókn ef um­sókn full­næg­ir ekki fram­an­greind­um skil­yrð­um, hafi nauð­syn­leg gögn ekki borist inn­an aug­lýsts um­sókn­ar­frests eða ef um­sækj­andi veit­ir rang­ar eða vill­andi upp­lýs­ing­ar.

Stað­fest­ing frá Íbúðalána­sjóði um að um­sókn hafi jafn­framt borist sjóðn­um skal berast eigi síð­ar en 7 dög­um eft­ir að aug­lýst­ur um­sókn­ar­frest­ur Mos­fells­bæj­ar renn­ur út. Ber­ist stað­fest­ing­in ekki inn­an þess tíma er heim­ilt að synja um­sókn.

5. gr. Krafa um end­ur­greiðslu og að­ild að stjórn

Áður en um­sókn um stofn­fram­lag er sam­þykkt skal lagt mat á það hvort krefjast skuli að­ild­ar að stjórn og eft­ir at­vik­um full­trúa­ráði um­sækj­anda í sam­ræmi við 4. mgr. 14. gr. laga nr. 52/2016.

Áður en um­sókn um stofn­fram­lag er sam­þykkt skal lagt mat á það hvort krefjast skuli end­ur­greiðslu stofn­fram­laga í sam­ræmi við 5. mgr. 14. gr. laga nr. 52/2016.

6. gr. Mat á um­sókn­um

Við af­greiðslu um­sókna skal m.a. lagt mat á eft­ir­far­andi at­riði:

  1. Hvort um­sókn um stofn­fram­lag sam­ræm­ist ákvæð­um laga og reglu­gerða um veit­ingu stofn­fram­laga.
  2. Hvort verk­efn­ið rúm­ist inn­an fjár­heim­ilda skv. fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar og hvort áhrif veit­ing­ar stofn­fram­laga á rekst­ur, efna­hag og sjóð­streymi Mos­fells­bæj­ar sé í sam­ræmi við for­send­ur áætl­un­ar.
  3. Hvort það hús­næði sem á að byggja eða kaupa telj­ist hag­kvæmt og upp­fylli þarf­ir íbúa þann­ig að ásætt­an­legt sé.
  4. Hvort þörf er á leigu­hús­næði af þeirri stærð og gerð og í því hverfi sem hús­næð­ið er stað­sett fyr­ir þann hóp sem hús­næð­inu er ætlað að þjóna.
  5. Hvort áætlað leigu­verð sé í sam­ræmi við greiðslu­getu vænt­an­legs leigj­enda­hóps.
  6. Hvort fjár­mögn­un út­gjalda vegna verk­efn­is­ins, m.a. vegna fram­kvæmda, rekstr­ar, reglu­legs við­halds, end­ur­bóta og end­ur­greiðslu lána og stofn­fram­laga, sé traust og hvort fjár­mögn­un hafi ver­ið tryggð með full­nægj­andi hætti.
  7. Hvort fyr­ir­liggj­andi gögn, s.s. áætlun um stofn­virði, við­skipta­áætlun og áætlað leigu­verð, séu traust og raun­hæf og hvort lík­legt sé að þess­ar áætlan­ir gangi eft­ir.
  8. Hvort um­sókn sam­ræm­ist að öðru leyti til­gangi og mark­miði laga og hús­næð­isáætl­un­ar Mos­fells­bæj­ar.

Heim­ilt er að taka mið af efna­hags­leg­um að­stæð­um í sam­fé­lag­inu og áhrif­um bygg­ing­ar­starf­semi á sam­fé­lag­ið og hag­kerf­ið.

Mos­fells­bær áskil­ur sér rétt til að hafna öll­um um­sókn­um.

7. gr. Sam­þykki um­sókna

Ef sótt er um stofn­fram­lag vegna bygg­ing­ar al­mennra íbúða á lóð í eigu Mos­fells­bæj­ar skal um­sókn um stofn­fram­lag ekki sam­þykkt fyrr en geng­ið hef­ur ver­ið frá út­hlut­un lóð­ar.

Þeg­ar ákvörð­un hef­ur ver­ið tekin um veit­ingu stofn­fram­laga skal til­kynna um­sækj­end­um um nið­ur­stöð­una. Í sam­þykki skal greina í hvaða formi stofn­fram­lag er veitt, hvort Mos­fells­bær nýt­ir heim­ild sína til að binda veit­ingu stofn­fram­lags skil­yrði um að það verði end­ur­greitt þeg­ar lán tekin til að standa und­ir fjár­mögn­un þeirra al­mennu íbúða sem veitt hef­ur ver­ið stofn­fram­lag hafa ver­ið greidd upp og hvort Mos­fells­bær muni gera kröfu um að­ild að stjórn og eft­ir at­vik­um full­trúa­ráði þess lög­að­ila sem fær stofn­fram­lag­ið.

Sé um­sókn synjað skal synj­un­in rök­studd og jafn­framt leið­beint um kæru­heim­ild, kæru­fresti og kæru­gjöld, svo og hver beina skuli kæru.

For­senda fyr­ir veit­ingu stofn­fram­lags er að Íbúðalána­sjóð­ur veiti um­sækj­anda jafn­framt stofn­fram­lag rík­is­ins inn­an sex mán­aða frá sam­þykki á um­sókn um stofn­fram­lag. Ákvörð­un um veit­ingu stofn­fram­lags fell­ur nið­ur án til­kynn­ing­ar ef þetta skil­yrði er ekki upp­fyllt.

8. gr. Greiðsla stofn­fram­laga

Stofn­fram­lag Mos­fells­bæj­ar get­ur fal­ist í beinu fram­lagi til um­sækj­anda, út­hlut­un lóð­ar eða lækk­un eða nið­ur­fell­ingu á gjöld­um sem um­sækj­anda ber að standa Mos­fells­bæ skil á vegna al­mennra íbúða.

  1. Mos­fells­bær greið­ir að jafn­aði stofn­fram­lög í tvennu lagi með eft­ir­far­andi hætti:
  2. Helm­ing­ur skal greidd­ur við sam­þykkt Íbúðalána­sjóðs á um­sókn um stofn­fram­lag rík­is­ins.
    Eft­ir­stöðv­ar skulu greidd­ar þeg­ar al­menn íbúð sem not­ið hef­ur stofn­fram­lags hef­ur ver­ið leigð út gegn af­riti af þing­lýst­um leigu­samn­ingi um íbúð­ina.

Heim­ilt er að veita und­an­þágu frá þing­lýs­ingu leigu­samn­ings þeg­ar um er að ræða leigu á íbúð­ar­hús­næði í eigu rík­is, sveit­ar­fé­lags eða fé­lags sem er að öllu leyti í eigu rík­is eða sveit­ar­fé­lags eða leigu náms­manna á her­bergi eða íbúð á heima­vist eða náms­görð­um sem tengjast við­ur­kennd­um mennta­stofn­un­um inn­an hins al­menna mennta­kerf­is á Ís­landi, sbr. 12. gr. laga nr. 75/2016 um hús­næð­is­bæt­ur, enda liggi fyr­ir skrif­leg­ur leigu­samn­ing­ur.

Um end­ur­greiðslu stofn­fram­laga fer skv. ákvæð­um laga um al­menn­ar íbúð­ir, einkum 16. gr., sbr. einn­ig V. kafla reglu­gerð­ar nr. 555/2016.

9. gr. Kvað­ir

Þing­lýsa skal kvöð­um á hvert fasta­núm­er sem hlýt­ur stofn­fram­lag. Kvað­irn­ar skulu fela í sér:

  1. Bann við veð­setn­ingu til trygg­ing­ar öðr­um skuld­um en lán­um sem upp­haf­lega voru tekin til kaupa eða bygg­ing­ar á fast­eign­inni og skulda­bréfi til end­ur­greiðslu stofn­fram­laga.
  2. Bann við sölu á íbúð og á lóð ásamt bygg­ing­ar­rétti nema með leyfi Mos­fells­bæj­ar og Íbúðalána­sjóðs.
  3. Kvöð um að fast­eign­in verði ein­ung­is not­uð í sam­ræmi við ákvæði laga og reglna um stofn­fram­lög.
  4. Kvöð um að eig­anda sé skylt að láta þing­lýsa veð­skulda­bréfi vegna end­ur­greiðslu skil­yrts stofn­fjár og stofn­fram­lags þeg­ar til end­ur­greiðslu þeirra kem­ur.

Kvöð­um verð­ur ekki af­lýst nema með sam­þykki Mos­fells­bæj­ar.

10. gr. Upp­lýs­ing­ar til Íbúðalána­sjóðs

Mos­fells­bæj­ar send­ir Íbúðalána­sjóði ár­lega upp­lýs­ing­ar um fjölda um­sókna um stofn­fram­lög, af­greiðslu þeirra og út­hlut­an­ir stofn­fram­laga.

11. gr. Kæru­heim­ild

Máls­að­ili get­ur skot­ið stjórn­valdsákvörð­un­um sem tekn­ar eru á grund­velli laga og reglna um stofn­fram­lög til úr­skurð­ar­nefnd­ar vel­ferð­ar­mála, sbr. lög um úr­skurð­ar­nefnd vel­ferð­ar­mála.

12. gr. Laga­heim­ild

Regl­ur þess­ar eru sett­ar skv. heim­ild í 8. mgr. 14. gr. laga nr. 52/2016 um al­menn­ar íbúð­ir, sbr. 2. mgr. 17. gr. reglu­gerð­ar nr. 555/2016.

F.h. Mos­fells­bæj­ar

Har­ald­ur Sverris­son,
bæj­ar­stjóri

Sam­þykkt á 1280. fundi bæj­ar­ráðs Mos­fells­bæj­ar 3. nóv­em­ber 2016.

Stað­fest á 681. fundi bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar 9. nóv­em­ber 2016.

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00