Opið er fyrir umsóknir um stofnframlög. Umsóknarfrestur er til 21. mars 2022.
Umsóknum skal skilað á rafrænu formi á þjónustugátt Mosfellsbæjar. Með umsókn skal skila upplýsingum og gögnum í samræmi við reglur Mosfellsbæjar um stofnframlög.
Umsækjendur um stofnframlög Mosfellsbæjar skulu einnig sækja um stofnframlög ríkisins hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Staðfesting frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun um að umsókn hafi borist stofnuninni skal berast eigi síðar en 7 dögum eftir að auglýstur umsóknarfrestur Mosfellsbæjar rennur út.
Heimilt er að synja umsókn hafi nauðsynleg gögn ekki borist innan auglýsts umsóknarfrests.
Tengt efni
Styrkir til verkefna á sviði velferðarmála fyrir árið 2025
Umsókn um styrk til náms, verkfæra- og tækjakaupa 2024
Umsóknarfrestur er til og með 20. október 2024.
Erna Sóley afreksíþróttamaður 2024