Umsóknum skal skilað á rafrænu formi á þjónustugátt Mosfellsbæjar. Með umsókn skal skila upplýsingum og gögnum í samræmi við reglur Mosfellsbæjar um stofnframlög.
Umsækjendur um stofnframlög Mosfellsbæjar skulu einnig sækja um stofnframlög ríkisins hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Staðfesting frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun um að umsókn hafi jafnframt borist stofnuninni skal berast eigi síðar en 7 dögum eftir að auglýstur umsóknarfrestur Mosfellsbæjar rennur út. Berist staðfestingin ekki innan þess tíma er heimilt að synja umsókn.
Umsóknarfrestur um stofnframlög rennur út 10. mars 2021.
Heimilt er að synja umsókn hafi nauðsynleg gögn ekki borist innan auglýsts umsóknarfrests.