Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
21. júlí 2016

Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar sam­þykkti í morg­un að heim­ila Har­aldi Sverris­syni bæj­ar­stjóra að und­ir­rita samn­ing við MCPB ehf um út­hlut­un lóð­ar und­ir 30 þús­und fer­metra bygg­ingu sem mun hýsa einka­rekna heil­brigð­is­stofn­un og hót­el.

MCPB ehf er að mestu í eigu Burbanks Hold­ing BV í Hollandi en for­svars­menn fé­lags­ins hafa unn­ið að und­ir­bún­ingi verk­efn­is­ins í nokk­urn tíma. Upp­bygg­ing og rekst­ur verð­ur í sam­starfi við spænska hjarta­lækn­inn dr. Pedro Brugada. „Áhersla verð­ur ein­göngu lögð á þjón­ustu við er­lenda sjúk­linga, aust­an hafs og vest­an. Starf­sem­inni er því ekki ætlað að hafa nein áhrif á ís­lenska heil­brigðis­kerf­ið.“  Seg­ir Henri Middeldorp fram­kvæmd­ar­stjóri Burbanks Hold­ing BV. Hjarta­sér­fræð­ing­ur­inn Pedro Brugada hyggst hefja starf­semi hér á landi í haust.

Har­ald­ur Sverris­son bæj­ar­stjóri:
„Þetta er mik­il­væg ákvörð­un fyr­ir Mos­fells­bæ ef af upp­bygg­ing­ar áform­um verð­ur. Um­fang verk­efn­is­ins er af þeirri stærð­ar­gráðu að það mun hafa veru­leg áhrif á at­vinnu­líf og mann­líf í Mos­fells­bæ. Við­ræð­ur við þessa að­ila gengu fljótt og vel fyr­ir sig. Ein helsta ástæð­an fyr­ir því er sú að Mos­fells­bær hef­ur áður feng­ið sam­bæri­legt verk­efni til um­fjöll­un­ar. Það eru nokk­ur ár síð­an en af þeim áætl­un­um varð ekki. Þess vegna er búið að vinna ákveðna grunn­vinnu og með­al ann­ars gera ráð fyr­ir slík­um bygg­ing­um á þess­um stað í að­al­skipu­lagi Mos­fells­bæj­ar. Við erum til­bú­in að hefja skipu­lags­vinnu með þess­um að­il­um en það er eina að­koma sveit­ar­fé­lags­ins að verk­efn­inu á þess­um und­ir­bún­ings­tíma.“

Um er að ræða land við Sól­velli í Mos­fells­bæ sem er stað­sett við Hafra­vatns­veg. Mos­fells­bær er heilsu­efl­andi sam­fé­lag sem legg­ur áherslu á heilsu­tengda ferða­þjón­ustu og hef­ur sjálf­bærni og um­hyggju fyr­ir nátt­úr­unni að leið­ar­ljósi. Upp­bygg­ing á einka­rek­inni sjúkra­stofn­un og hót­eli fell­ur vel að þeirri stefnu.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00