Á vef Hreyfivikunnar er að finna metnaðarfulla dagskrá í fjölda sveitarfélaga um allt land.
Í Mosfellsbæ er mjög fjölbreytt dagskrá fyrir flesta aldurshópa í alls kyns hreyfingu.
Hreyfivikan er haldin um gjörvalla Evrópu. Hreyfivikan „MOVE WEEK“ er hluti af NowWeMOVE herferðinni. Markmið UMFÍ með Hreyfivikunni er að kynna kosti þess að taka virkan þátt í íþróttum og hreyfingu til heilsubótar. Mikill fjöldi samtaka um allan heim, fyrirtæki og einstaklingar leggja sitt að mörkum við að skipuleggja viðburði og kynna starf sitt.
Tengt efni
Íþróttavika Evrópu 23. - 30. september 2022
Íþróttavika Evrópu (European Week of Sport) er haldin 23. – 30. september ár hvert í yfir 30 Evrópulöndum.
Heilsa og hugur fyrir 60+ byrjar 12. september 2022
Mánudaginn 12. september byrjar námskeiðið Heilsa og hugur fyrir íbúa Mosfellsbæjar sem eru 60 ára og eldri.
Gleði, hreyfing og samvera á námskeiði hjá félagsstarfi aldraðra
Félagsstarf aldraðra býður upp á 6 vikna vor/sumar fjör sem stendur frá 25. apríl til 3. júní (3 vikur inni og 3 vikur úti).