Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
11. júní 2021
  • 20,5% íbúa á kjörskrá tóku þátt í íbúa­kosn­ing­unni
  • Þátt­tak­an er í senn Ís­lands­met og vænt­an­lega heims­met
  • Kjör­sókn 2019 var 19,1% sem þá var jafn­framt met­þátttaka

Grill­skýli rís við Stekkj­ar­flöt, Mini­golf­völl­ur verð­ur sett­ur upp í Æv­in­týra­garð­in­um, Jólagarð­ur á Hlé­garðstúni og bað­að­staða verð­ur byggð við Hafra­vatn sam­kvæmt nið­ur­stöð­um íbúa­kosn­ing­ar um verk­efni í Okk­ar Mosó 2021.

Íbú­ar völdu jafn­framt körfu­bolta­velli við bæði Varmár­skóla og Lága­fells­skóla auk þess að velja merk­ingu hlaupa- og göngu­leiða, fjallstoppa og fjalla­hjóla­stíga.

Alls hlutu níu hug­mynd­ir braut­ar­gengi og verð­ur 35 millj­ón­um var­ið til verk­efn­anna en fram­kvæmd þeirra hefst í sum­ar og lýk­ur haust­ið 2022.

Ís­lands­met í íbúa­kosn­ing­um

Enn eitt þátt­töku­met var sleg­ið af íbú­um Mos­fells­bæj­ar en kosn­ing­arn­ar stóðu yfir frá 31. maí til 6. júní og kusu 2.080 íbú­ar sem er um 20,5% Mos­fell­inga 15 ára og eldri. Þrátt fyr­ir mikla íbúa­fjölg­un síð­ustu fjög­ur ár hef­ur kosn­inga­þátt­tak­an auk­ist hlut­falls­lega í hvert skipti en verk­efn­inu var fyrst hleypt af stokk­un­um 2017. Um er að ræða mestu þátt­töku í sam­bæri­leg­um kosn­ing­um á Ís­landi og sam­kvæmt þjón­ustu­að­ila kosn­inga­kerf­is­ins er lík­lega um heims­met að ræða í kosn­ing­um sem þess­um.

„Ég vil nota þetta tæki­færi til að þakka íbú­um í Mos­fells­bæ fyr­ir hreint frá­bæra þátt­töku og góð­an stuðn­ing við þetta mik­il­væga lýð­ræð­is­verk­efni sem Okk­ar Mosó er. Þátttaka íbúa leið­ir að mínu mati mjög vel fram hvað við Mos­fell­ing­ar búum yfir mikl­um fé­lagsauði í okk­ar sam­fé­lagi og stað­fest­ir að það er mjög gott að búa í Mosó. Við höf­um skoð­un á og tök­um þátt í sam­fé­lags­leg­um verk­efn­um og lát­um okk­ur um­hverf­ið og hvert ann­að varða. Við sem störf­um fyr­ir Mos­fell­inga fund­um það líka í þeim að­stæð­um sem ríkt hafa í sam­fé­lag­inu frá fyrstu bylgju Covid að við stönd­um sam­an í erf­ið­um að­stæð­um. Allt þetta ber að þakka.“ seg­ir Har­ald­ur Sverris­son, bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar.

Okkar Mosó 2021
NafnAtkvæðiKostnaðurLýsing

Merktar hlaupa- og gönguleiðir

1.045

1.0

Merktar hlaupa- og gönguleiðir frá Lágafellslaug. Merkingar á leiðum og kort útbúið.

Grillskáli við Stekkjaflöt

876

2.0

Grillskáli úr timbri við Stekkjarflöt.

Minigolfvöllur

835

10.0

9 holu minigolfvöllur í Ævintýragarðinum í Ullarnesbrekkum, opinn almenningi.

Jólagarður í Mosfellsbæ

799

4.0

Jólaskreyttur garður á Hlégarðstúni þar sem fólk gerir sér ferð til að heimsækja staðinn og eiga góðar stundir.

Baðaðstaða við Hafravatn

767

6.0

Baðaðstaða við norðurenda Hafravatns. Bílastæði, einföld búningsaðstaða, sturtuaðstaða og pallur í flæðarmálinu.

Körfuboltavöllur við Varmárskóla

755

4.5

Fullbúinn körfuboltavöllur með mottuundirlagi og körfum við Varmárskóla í stað núverandi vallar.

Fjallahjólastígar

741

1.0

Stikaðar fjallahjólaleiðir í Mosfelli og Úlfarsfelli. Leiðirnar verða merktar og útbúið kort af leiðum.

Körfuboltavöllur við Lágafellsskóla

686

4.5

Fullbúinn körfuboltavöllur með mottuundirlagi og körfum við Lágafellsskóla.

Klára að merkja bæjarfellin

559

2.0

Fjögur fell: Bæjarfell, Lali, Lyklafell og Þverfell, merkt til viðbótar með heiti, hæð y.s.m. og gps punktum.

Samtals

7.063

35.0

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00