Mosfellsbær tekur á móti 11 flóttamönnum frá Úganda og Súdan 12. september næstkomandi.
Því óskar bæjarfélagið eftir að leigja íbúðir. Leitað er eftir tveggja, þriggja og/eða fjögurra herbergja íbúðum. Leigutíminn er tvö ár.
Frekari upplýsingar veita Una Dögg Evudóttir, unadogg@mos.is, og Hulda Margrét Rútsdóttir, huldaruts@mos.is.
Tengt efni
Fyrsta skóflustungan tekin að nýjum búsetukjarna fyrir fatlað fólk
Íbúar og starfsfólk Skálatúns boðin velkomin
Það var mikið um dýrðir þegar Mosfellsbær bauð íbúa og starfsfólk Skálatúns velkomið í þjónustu Mosfellsbæjar í blíðskaparveðri í Skálahlíðinni þann 3. júlí.
Mosfellsbær tekur við starfsemi Skálatúns og ríkið kemur að uppbyggingu fyrir börn og fjölskyldur í Skálatúni í Mosfellsbæ
Fimmtudaginn 25. maí var undirritaður samningur um að Mosfellsbær taki alfarið að sér að annast og þróa áfram þjónustu við íbúa Skálatúns en í dag búa þar 33 einstaklingar.