Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur lýst yfir vilja sínum til að leysa vanda fólks sem neyðst hefur til þess að flýja heimaland sitt vegna ofsókna, með því að ganga til samninga við velferðarráðuneytið um móttöku flóttamanna frá Úganda
Um er að ræða tíu einstaklinga í fimm fjölskyldum, þar af þrjú börn. Lögð er áhersla á að veita fólkinu heildstæða þjónustu sem stuðlar að öryggi og aðlögun hinna nýju íbúa með gildi bæjarfélagsins virðingu, jákvæðni, framsækni og umhyggju að leiðarljósi.
Stefnt er að komu fólksins í lok janúar eða byrjun febrúar. Af þessu tilefni óskar bæjarfélagið eftir að leigja fimm íbúðir, fjórar tveggja herbergja og eina fjögurra til fimm herbergja. Leigutíminn er tvö ár.
Frekari upplýsingar veita Una Dögg Evudóttir, unadogg@mos.is, Berglind Ósk B. Filippíudóttir, bof@mos.is, og Unnur V. Ingólfsdóttir, unnur@mos.is.
Tengt efni
Mosfellsbær fjárfestir aukalega 100 milljónum í forvarnir
Styrkir til verkefna á sviði velferðarmála fyrir árið 2025
Lumar þú á leiguíbúð?
Mosfellsbær auglýsir eftir íbúðum fyrir flóttafólk til leigu.