Mosfellsbær auglýsir eftir íbúðum og/eða herbergjum fyrir flóttafólk til leigu, bæði fyrir einstaklinga og barnafjölskyldur.
Ráðgjafar á Velferðarsviði Mosfellsbæjar veita flóttafólki aðstoð við að leita sér að heimili og aðstoða við samskipti við leigusala. Leigusamningur er gerður beint við einstaklingana en flóttafólkið getur einnig fengið ábyrgðartryggingu. Ráðgjafar veita flóttafólki margvíslegan stuðning og aðhald fyrsta árið og heimsækja fólkið reglulega.
Ef þú veist um hentugt húsnæði til leigu til lengri eða skemmri tíma hvetjum við þig til að senda póst á:
- Huldu Margréti Rútsdóttur, verkefnastjóra móttöku flóttafólks
huldaruts@mos.is - Unu Dögg Evudóttur, verkefnastjóra félagslegra húsnæðismála
unadogg@mos.is
Einnig er hægt að hafa samband í síma 525-6700.