Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
7. apríl 2025

Í dag und­ir­rit­uðu Mos­fells­bær og Berg­ið headspace sam­starfs­samn­ing sem er mik­il­væg­ur lið­ur í að­gerðaráætlun sveit­ar­fé­lags­ins Börn­in okk­ar. Samn­ing­ur­inn fel­ur í sér efl­ingu á stuðn­ingi við ung­menni bæj­ar­ins með mark­vissri ráð­gjöf og fræðslu.

Berg­ið headspace er ráð­gjafamið­stöð fyr­ir ungt fólk þar sem þau fá fræðslu og stuðn­ing frá ráð­gjafa með það fyr­ir aug­um að bæta líð­an, efla virkni og styrkja tengsl þeirra við sam­fé­lag­ið.

Ráð­gjafi frá Berg­inu mun hefja leika í Mos­fells­bæ þann 1. maí og verð­ur fyrsta skref­ið að kynna starf­sem­ina fyr­ir ung­menn­um, for­eldr­um og öðr­um bæj­ar­bú­um áður en við­töl hefjast form­lega.

Með þessu mik­il­væga skrefi styrk­ir Mos­fells­bær stuðn­ingsnet sitt fyr­ir börn og ung­menni og und­ir­strik­ar skuld­bind­ingu sína við vel­ferð þeirra og fram­tíð.

Sig­ur­björg Fjöln­is­dótt­ir, sviðs­stjóri Vel­ferð­ar­sviðs Mos­fells­bæj­ar, Eva Rós Ólafs­dótt­ir, fag­stjóri hjá Berg­inu, Björg­vin Heið­arr Björg­vins­son og Rut Sig­urð­ar­dótt­ir, ráð­gjaf­ar hjá Berg­inu.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00