Í dag undirrituðu Mosfellsbær og Bergið headspace samstarfssamning sem er mikilvægur liður í aðgerðaráætlun sveitarfélagsins Börnin okkar. Samningurinn felur í sér eflingu á stuðningi við ungmenni bæjarins með markvissri ráðgjöf og fræðslu.
Bergið headspace er ráðgjafamiðstöð fyrir ungt fólk þar sem þau fá fræðslu og stuðning frá ráðgjafa með það fyrir augum að bæta líðan, efla virkni og styrkja tengsl þeirra við samfélagið.
Ráðgjafi frá Berginu mun hefja leika í Mosfellsbæ þann 1. maí og verður fyrsta skrefið að kynna starfsemina fyrir ungmennum, foreldrum og öðrum bæjarbúum áður en viðtöl hefjast formlega.
Með þessu mikilvæga skrefi styrkir Mosfellsbær stuðningsnet sitt fyrir börn og ungmenni og undirstrikar skuldbindingu sína við velferð þeirra og framtíð.
Sigurbjörg Fjölnisdóttir, sviðsstjóri Velferðarsviðs Mosfellsbæjar, Eva Rós Ólafsdóttir, fagstjóri hjá Berginu, Björgvin Heiðarr Björgvinsson og Rut Sigurðardóttir, ráðgjafar hjá Berginu.