Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
23. nóvember 2022

Að­al­fund­ur Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, SSH, var hald­inn föstu­dag­inn 18. nóv­em­ber 2022 í Fé­lags­garði í Kjós­ar­hreppi.

SSH er vett­vang­ur sam­ráðs og sam­starfs sveit­ar­fé­lag­anna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Auk þess að reka sam­an byggð­ar­sam­lög­in Strætó, Sorpu og Slökkvi­lið höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins vinna sam­tök­in að sam­eig­in­leg­um hags­muna­mál­um og eru mál­svari sveit­ar­fé­lag­anna. Loks hafa sam­tök­in sam­ráð við rík­is­vald­ið, ráðu­neyti og stofn­an­ir um mál­efni er varða hag sveit­ar­fé­lag­anna og vinna með þeim hætti að fram­þró­un og hags­mun­um höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins.

Auk al­mennra að­al­fund­ar­starfa urðu for­manns­skipti í stjórn sam­tak­anna en for­mennska í stjórn skipt­ist milli fram­kvæmda­stjóra sveit­ar­fé­lag­anna og gegn­ir hver þeirra for­mennsku í tvö ár.

Á fund­in­um tók Regína Ás­valds­dótt­ir, bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar, við kefl­inu af Alm­ari Guð­munds­syni, bæj­ar­stjóra Garða­bæj­ar, og mun hún gegna for­mennsku fram að að­al­fundi sam­tak­anna haust­ið 2024.

Regína Ás­valds­dótt­ir, bæj­ar­stjóri: ,,Það er mik­il­vægt fyr­ir íbúa að sveit­ar­fé­lög­in á höf­uð­borg­ar­svæð­inu haldi áfram að vinna í anda þeirr­ar sam­stöðu sem hef­ur náðst með­al ann­ars í sam­göngu­mál­um því að það eru fjöl­mörg verk­efni framund­an þar sem er mik­il­vægt að sveit­ar­fé­lög­in stilli sam­an strengi, svo sem á sviði vel­ferð­ar­mála og í tengsl­um við ný lög um hringrás­ar­hag­kerf­ið“.

Mynd: Alm­ar Guð­munds­son, bæj­ar­stjóri Garða­bæj­ar og Regína Ás­valds­dótt­ir, bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

 

net­spjall

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00