Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, SSH, var haldinn föstudaginn 18. nóvember 2022 í Félagsgarði í Kjósarhreppi.
SSH er vettvangur samráðs og samstarfs sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Auk þess að reka saman byggðarsamlögin Strætó, Sorpu og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins vinna samtökin að sameiginlegum hagsmunamálum og eru málsvari sveitarfélaganna. Loks hafa samtökin samráð við ríkisvaldið, ráðuneyti og stofnanir um málefni er varða hag sveitarfélaganna og vinna með þeim hætti að framþróun og hagsmunum höfuðborgarsvæðisins.
Auk almennra aðalfundarstarfa urðu formannsskipti í stjórn samtakanna en formennska í stjórn skiptist milli framkvæmdastjóra sveitarfélaganna og gegnir hver þeirra formennsku í tvö ár.
Á fundinum tók Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, við keflinu af Almari Guðmundssyni, bæjarstjóra Garðabæjar, og mun hún gegna formennsku fram að aðalfundi samtakanna haustið 2024.
Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri: ,,Það er mikilvægt fyrir íbúa að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu haldi áfram að vinna í anda þeirrar samstöðu sem hefur náðst meðal annars í samgöngumálum því að það eru fjölmörg verkefni framundan þar sem er mikilvægt að sveitarfélögin stilli saman strengi, svo sem á sviði velferðarmála og í tengslum við ný lög um hringrásarhagkerfið“.
Mynd: Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar og Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar.
Tengt efni
Vígsla á nýjum búnaði í Bláfjöllum
Um helgina fór fram vígsla á tveimur nýjum stólalyftum sem ganga undir nöfnunum Drottning og Gosi og fyrsta áfanga af snjóframleiðslukerfi í Bláfjöllum.
Sameiginleg loftslagsstefna fyrir höfuðborgarsvæðið formlega undirrituð
Stefnt skal að kolefnishlutleysi árið 2035.
Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins stofnuð
Þann 3. apríl 2023 var Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins stofnuð eftir tveggja ára undirbúning.