Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
9. desember 2010

Mos­fells­bær og Reykja­vík eru fyrstu lið­in sem mæt­ast í 2. um­ferð í spurn­inga­þætt­in­um Út­svari.

Við­ur­eign þeirra fer fram ann­að kvöld, föstu­dag­inn 10. des­em­ber kl. 20:15. Í liði Mos­fells­bæj­ar eru Kolfinna Bald­vins­dótt­ir, Sig­ur­jón M. Eg­ils­son og Bjarki Bjarna­son. Í liði Reykja­vík­ur eru Stefán Ei­ríks­son, Jón Yngvi Jó­hanns­son og Svan­hild­ur Hólm Vals­dótt­ir.

Mos­fells­bær sigr­aði Snæ­fells­bæ í spenn­andi keppni í 1. um­ferð föstu­dags­kvöld­ið 24. sept­em­ber. Hart var bar­ist  strax frá fyrstu spurn­ingu og kepp­end­ur hentu sér í bók­staf­legri merk­ingu á bjöll­una. Orða­leik­ur­inn gekk mjög vel og var ein­stak­lega gam­an að fylgjast með hon­um. Stað­an fyr­ir stóru spurn­ing­arn­ar var mjög jöfn en þá var stað­an 52-53. Úr­slit réð­ust ekki fyrr en á síð­ustu spurn­ingu og var það Mos­fells­bær sem vann að lok­um með 73 stig­um gegn 67 stig­um Snæ­fells­bæj­ar.

Mos­fells­bær ósk­ar liði sínu góðs geng­is í þætt­in­um.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00