Lið Mosfellsbæjar lagði lið Reykjavíkur að velli í fyrstu viðureign annarrar umferðar spurningaþáttarins Útsvars í RÚV á föstudagskvöldið.
Viðureign liðanna var spennandi og skemmtileg og endaði að sjálfsögðu eins vel og á var kosið. Mosfellingar voru undir mest allan tímann en náðu undir lok þáttar að saxa á forskotið og unnu að lokum með aðeins 3 stigum. Lokatölur kvöldsins urðu 92-89 og er því lið Mosfellsbæjar komið áfram í 8 liða úrslit.
Í liði Mosfellsbæjar eru Kolfinna Baldvinsdóttir, Sigurjón M. Egilsson og Bjarki Bjarnason og óskar Mosfellsbær þeim til hamingju með þennan frábæra sigur.
Tengt efni
Þriggja ára plokkari
Steinar Þór Björnsson rúmlega þriggja ára plokkari og fyrirmyndar Mosfellingur hefur verið öflugur í að plokka með aðstoð pabba síns.
Dagur Norðurlandanna – 23. mars
Dagur Norðurlandanna er haldinn hátíðlegur vítt og breytt um öll Norðurlöndin í dag 23.mars.
Ljósin tendruð á jólatrénu á Miðbæjartorginu
Laugardaginn 26. nóvember voru ljósin tendruð á jólatré Mosfellinga við hátíðlega athöfn.