Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
13. desember 2010

Lið Mos­fells­bæj­ar lagði lið Reykja­vík­ur að velli í fyrstu við­ur­eign annarr­ar um­ferð­ar spurn­inga­þátt­ar­ins Út­svars í RÚV á föstu­dags­kvöld­ið.

Við­ur­eign lið­anna var spenn­andi og skemmti­leg og end­aði að sjálf­sögðu eins vel og á var kos­ið. Mos­fell­ing­ar voru und­ir mest all­an tím­ann en náðu und­ir lok þátt­ar að saxa á for­skot­ið og unnu að lok­um með að­eins 3 stig­um. Loka­töl­ur kvölds­ins urðu 92-89 og er því lið Mos­fells­bæj­ar kom­ið áfram í 8 liða úr­slit.

Í liði Mos­fells­bæj­ar eru Kolfinna Bald­vins­dótt­ir, Sig­ur­jón M. Eg­ils­son og Bjarki Bjarna­son og ósk­ar Mos­fells­bær þeim til ham­ingju með þenn­an frá­bæra sig­ur.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00