Lið Mosfellsbæjar lagði lið Reykjavíkur að velli í fyrstu viðureign annarrar umferðar spurningaþáttarins Útsvars í RÚV á föstudagskvöldið.
Viðureign liðanna var spennandi og skemmtileg og endaði að sjálfsögðu eins vel og á var kosið. Mosfellingar voru undir mest allan tímann en náðu undir lok þáttar að saxa á forskotið og unnu að lokum með aðeins 3 stigum. Lokatölur kvöldsins urðu 92-89 og er því lið Mosfellsbæjar komið áfram í 8 liða úrslit.
Í liði Mosfellsbæjar eru Kolfinna Baldvinsdóttir, Sigurjón M. Egilsson og Bjarki Bjarnason og óskar Mosfellsbær þeim til hamingju með þennan frábæra sigur.
Tengt efni
Nóg um að vera í Mosfellsbæ í sumar
Mosfellsbær efstur á lista yfir spennandi ferðamannastaði á Íslandi
Sannkölluð jólagleði við tendrun jólatrés
Jólatréð á miðbæjartorgi var tendrað síðastliðinn laugardag að viðstöddum fjölda íbúa sem létu sig ekki vanta frekar en fyrri ár.