Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
7. apríl 2021

Jafn­launa­vott­un er ætlað að stað­festa að við launa­ákvarð­an­ir séu mál­efna­leg sjón­ar­mið höfð að leið­ar­ljósi og að laun hjá Mos­fells­bæ séu ákveð­in á sama hátt fyr­ir kon­ur og karla.

Þá er mik­il­vægt að þau við­mið sem lögð eru til grund­vall­ar launa­ákvörð­un feli ekki í sér kynjam­is­mun­un. Að minnka launam­un kynj­anna er einn lið­ur í jafn­rétt­is­stefnu Mos­fells­bæj­ar.

Jafn­launa­vott­un Mos­fells­bæj­ar er unn­in af BSI á Ís­landi sem er faggild skoð­un­ar­stofa og­bygg­ir á út­tekt á laun­um starfs­fólks, starfa­flokk­un og öðr­um þátt­um jafn­launa­kerf­is Mos­fells­bæj­ar sem hef­ur áhrif á kjör karla og kvenna.

Mos­fells­bær hlaut jafn­launa­vott­un fyrst fyr­ir þrem­ur árum og hef­ur geng­ist und­ir ár­lega út­tekt fag­að­ila síð­an þá. Í kjöl­far síð­ustu út­tekt­ar hef­ur Mos­fells­bær nú hlot­ið jafn­launa­vott­un til næstu þriggja ára. Með því hef­ur ver­ið stað­fest að jafn­launa­kerfi Mos­fells­bæj­ar hef­ur ver­ið í stöð­ugri þró­un, það ver­ið rýnt reglu­lega og að það fell­ur und­ir þau skil­yrði sem þarf til að standast jafn­launa­vott­un sam­kvæmt ÍST 85:2012 staðl­in­um til maí 2024.

Frá því að Mos­fells­bær fékk vott­un­ina fyrst hef­ur launamun­ur kynj­anna minnkað úr 6,5% í 4,0% þann­ig að við­mið og regl­ur um launa­setn­ingu hafa náð fram að ganga hjá bæn­um.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00