Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.
2021 - 2024
Jafnlaunavottun er ætlað að staðfesta að við launaákvarðanir séu málefnaleg sjónarmið höfð að leiðarljósi og að laun hjá Mosfellsbæ séu ákveðin á sama hátt fyrir konur og karla. Þá er mikilvægt að þau viðmið sem lögð eru til grundvallar launaákvörðun feli ekki í sér kynjamismunun. Að minnka launamun kynjanna er einn liður í jafnréttisstefnu Mosfellsbæjar.
Jafnlaunavottun Mosfellsbæjar er unnin af BSI á Íslandi sem er faggild skoðunarstofa og byggir á úttekt á launum starfsfólks, starfaflokkun og öðrum þáttum jafnlaunakerfis Mosfellsbæjar sem hefur áhrif á kjör karla og kvenna.
Mosfellsbær hlaut jafnlaunavottun fyrst fyrir þremur árum og hefur gengist undir árlega úttekt fagaðila síðan þá.
Jafnlaunavottun er ætlað að staðfesta að við launaákvarðanir séu málefnaleg sjónarmið höfð að leiðarljósi og að laun hjá Mosfellsbæ séu ákveðin á sama hátt fyrir konur og karla. Þá er mikilvægt að þau viðmið sem lögð eru til grundvallar launaákvörðun feli ekki í sér kynjamismunun. Að minnka launamun kynjanna er einn liður í jafnréttisstefnu Mosfellsbæjar.
Jafnlaunavottun Mosfellsbæjar er unnin af BSI á Íslandi sem er faggild skoðunarstofa og byggir á úttekt á launum starfsfólks, starfaflokkun og öðrum þáttum jafnlaunakerfis Mosfellsbæjar sem hefur áhrif á kjör karla og kvenna.
Mosfellsbær hlaut jafnlaunavottun fyrst fyrir þremur árum og hefur gengist undir árlega úttekt fagaðila síðan þá.
Í kjölfar síðustu úttektar hefur Mosfellsbær nú hlotið jafnlaunavottun til næstu þriggja ára. Með því hefur verið staðfest að jafnlaunakerfi Mosfellsbæjar hefur verið í stöðugri þróun, það verið rýnt reglulega og að það fellur undir þau skilyrði sem þarf til að standast jafnlaunavottun samkvæmt ÍST 85:2012 staðlinum til maí 2024.
Frá því að Mosfellsbær fékk vottunina fyrst hefur launamunur kynjanna minnkað úr 6,5% í 4,0% þannig að viðmið og reglur um launasetningu hafa náð fram að ganga hjá bænum.
2018 - 2021
Mosfellsbær hlýtur jafnlaunavottun fyrst sveitarfélaga
Mosfellsbær hefur hlotið vottun um að það starfræki launakerfi sem stenst kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012.
Haraldur Sverrisson bæjarstjóri Mosfellsbæjar tók á móti skírteini þann 18. maí þessu til staðfestingar frá BSI á Íslandi sem er faggiltur vottunaraðili. Þetta þýðir að Mosfellsbær uppfyllir öll viðmiðum lögbundins jafnlaunastaðals og telst launasetning innan Mosfellsbæjar vera hlutlaus gagnvart kyni og öðrum óhlutbundnum þáttum.
Bæjarráð Mosfellsbæjar ákvað í apríl 2018 að hefja vinnu við að afla sveitarfélaginu jafnlaunavottunar í kjölfar jákvæðrar niðurstöðu í launaúttekt sem unnin var af PriceWaterhouseCoopers.
Mosfellsbær hlýtur gullmerki Jafnlaunaúttektar PwC 2018
Á 1285. fundi sínum ákvað Bæjarráð Mosfellsbæjar að hefja vinnu við framkvæmd jafnlaunaúttekt hjá sveitarfélaginu og var PwC falið það verkefni. Markmið úttektarinnar var að greina hvort að sveitarfélagið greiði starfsmönnum, óháð kyni, sömu laun fyrir sambærileg störf.
Mosfellsbær er, ásamt einu öðru sveitarfélagi, með næst minnsta mun sem mælst hefur á grunnlaunum hjá opinberum stofnunum og sveitarfélögum.
Af þeim 76 jafnlaunaúttektum sem PwC hefur framkvæmt er Mosfellsbær í 6.-8. sæti þegar litið er til grunnlauna og í 9. sæti þegar horft er til heildarlauna.
Niðurstöður úttektarinnar voru þær að kynbundinn launamunur er hverfandi innan Mosfellsbæjar og sveitarfélagið hlýtur því gullmerki Jafnlaunaúttektar PwC.
Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar:
„Við hjá Mosfellsbæ erum ákaflega stolt af því að hljóta gullmerki Jafnlaunavottunar PwC í ár. Í gegnum tíðina höfum við lagt áherslu á að líta hlutlaust á hvert starf fyrir sig, skilgreina kröfur um ábyrgð og ákvarða laun sjálfstætt út frá hverju starfi fyrir sig og þeirrar hæfni sem krafist er. Gullmerkið er okkur hvatning til að halda áfram að standa okkur vel á þessu sviði og góð viðurkenning fyrir stjórnendur og starfsmenn Mosfellsbæjar.“