Mosfellsbær ásamt Reykjavíkurborg eru hluti af tilraunaverkefni um uppbyggingu loftgæðamælanets á höfuðborgarsvæðinu.
Bæjarráð samþykkti að ganga til samninga um verkefnið haustið 2021 við fyrirtækið ReSource sem hefur séð um að leiða verkefnið og fylgja því eftir.
Vinna við verkefnið hófst í maí 2022 og er gert ráð fyrir að því ljúki í maí 2024. Þrír loftgæðamælar voru settir upp í Mosfellsbæ við Varmárskóla, Krikaskóla og Lágafellsskóla.
Fulltrúar ReSource komu á fund umhverfisnefndar í byrjun janúar og kynntu niðurstöður mælinga fyrir árið 2023. Loftgæðamælingar í Mosfellsbæ hafa verið að koma vel út og hafa ekki farið yfir hámarksfjölda daga í mörkum sem reglugerð 920/2016 kveður á um.